Það er „brosir“ en ekki „blasir“ móti sól Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2016 15:45 Þeir sem pæla í sálfræðihernaðinum binda við það vonir að Ungverjar viti ekki hvort þeir eru að koma eða fara þegar Íslendingarnir taka til við að kyrja hástöfum ungverskan slagara. Vísir Ungverjarnir vita væntanlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar íslensku fótboltastuðningsmennirnir sem nú eru staddir á EM í Frakkalandi taka til við að kyrja ungverska slagarann „Ég er kominn heim“. Þá er og vert að hafa það hugfast að í íslenska texta Jóns Sigurðssonar, sem jafnan var kenndur við bankann, er talað um að „brosa móti sól“ en ekki „blasa“. En, hver er þessi ungverski höfundur lagsins?Dáður og þá hataður af HitlerHöfundur lagsins „Ég er kominn heim“, var ungverskur gyðingur sem heitir Emmerich Kálmán. Þrátt fyrir þetta var tónlist hans í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler sem bauð honum sérstaklega að verða heiðursmeðlimur í sveit Aría. En, Kálmán hafnaði því góða boði. Sú höfnun fór ekki vel í Foringjann sem svo leiddi til þess að Kálmán flúði, fyrst til Parísar og þaðan til Bandaríkjanna og settist hann að í Kaliforníu árið 1940. Nasistarnir litu á þetta sem ótvíræð svik við sig og málstaðinn og bönnuðu alla tónlist Kálmáns. Kálmán grét það krókódílatárum, flutti aftur til Vínarborgar frá New York 1949, þaðan tveimur árum síðar til Parísar þar sem hann andaðist.Ungverjarnir munu líkast til velta því fyrir sér í hvaða ósköpum þeir eru lentir, þegar Íslendingarnir taka til við að kyrkja lag eftir sinn mann: Kálmán.Viðbúið er að Ungverjar reki upp stór augu á laugardaginn, nánar tiltekið í Marselles, þegar stuðningsmenn íslenska landsliðsins hefja upp raustu sína og taka til við að kyrja ungverska slagarann sem allir þekkja nú sem „Ég er kominn heim“. Hvaða brenglaða bragð í taugastríði fyrir fótboltaleik má það heita, munu þeir spyrja sig? Kálmán er nefnilega í hávegum hafður í sínu heimalandi, sem ungverskt tónskáld og lagahöfundur.Liðagigtin rak hann í tónsmíðarnarKálmán, sem fæddist 1882 í Siófok, sem tilheyrði sameinuðu Austuríki-Ungverjalandi. Hann hét upphaflega Imre Koppstein og fæddist inn í gyðingafjölskyldu. Metnaður hans sem ungur maður stóð til þess að verða konsert-píanisti en vegna þess að hann þjáðist af liðagigt snéri hann sér þess í stað að því að semja sjálfur tónlist. Hann nam tónlist hjá Hans Kössler við Konunglegu ungversku tónlistarakademíuna, samtíða mönnum svo sem Béla Bartók og Zoltán Kodály.Hitler hafði gaman af Kálmán, en það var ekki gagnkvæmt.Kálmán var virkur og samdi tónverk af ýmsu tagi en það var hins vegar kabarett-tónlist sem kom honum á kortið og þaðan fór hann yfir í að semja óperettur. Og svo stiklað sé á stóru í sögu Kálmáns telst hann ásamt Franz Lehár leiðandi höfundar í því sem kölluð er silfuröld óperettunnar í Vín, sem er þá á fyrsta aldarfjórðungi síðustu aldar. Og það er einmitt þaðan sem „Ég er kominn heim“ er sprottið.Fróðlegar vangaveltur á síðu EgilsMálið er rætt í þaula á Facebooksíðu Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og leggja fjölmargir þekktir sérfræðingar um listir og menningu þar orð í belg og er ekki komið að tómum kofa þar. Þetta eru gagnmerkar umræður sem Vísir hikar ekki við að grípa niður í. Egill varpar upp boltanum með að fullyrða að Íslendingar eigi „eftir að koma Ungverjum svo í opna skjöldu að þeir eiga ekki nein svör þegar þeir hefja upp raust sína og syngja ungverskt óperettulag hástöfum. Með fylgir ein elsta og þekktasta útgáfa lagsins í flutningi Comedian Harmonists - Heut´Nacht hab´ich getraumt von Dir, frá 1931.Gunnar Smári Egilsson ritstjóri er áhugasamur um fótboltavinkilinn og taugastríðið sem nú ríkir: „Ungverjarnir munu hugsa: Hvílíkir stuðningsmenn! Þeir æfa upp lag frá andstæðingnum hverju sinni og gera að sínu. Eru þeir að sýna okkur virðingu eða hæðast af okkur? Ættum við að gera slíkt hið sama? Kann einhver hér lag frá Íslandi?“ Björn Sævar Einarsson póstar útgáfu Nicolai Gedda sem syngur. „Hér er óperusöngsútgáfan.“ Og, það er ekki úr vegi að hlusta á Heut´Nacht hab´ich getraumt von Dir, í þeirri útgáfu áður en lengra er haldið.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur telur uppruna lagsins ekki skipta öllu máli, eða þannig heldur vill beina sjónum að flutningi Óðins Valdimarssonar, sem upphaflega gerði lagið þekkt, og svo textanum: „Þetta lag er eins íslenskt og mest má vera. Upprunaland svona laga skiptir engu máli (ferskeytlan okkar kemur t.d. frá Englandi) heldur hvernig þau tengjast við þjóðarsálina. Þetta kemur beint úr henni - en bara flutningur Óðins, vel að merkja. Hann tengist séríslenskum trega. Við skynjum heitstrengingar þess sem fór burt og ætlar aftur heim - en kemst aldrei.“ Páll Baldvin fræðimaður veltir fyrir sér merkingu textans einnig og furðar sig reyndar á því hvernig efni kvæðisins fer heim og saman við baráttuanda þann sem menn vilja hafa í hávegum í tengslum við fótboltaleik.Egill og Gunnar Smári binda við það vonir að það muni slá Ungverjana út af laginu, þegar íslensku stuðningsmennirnir byrja að öskra ungverskan slagara.„Ekki að undra að lagið snerti djúpa strengi: farandsveinnin snýr heim í heiðadalinn að hitta ástina sína: allt er bjart fyrir okkur tveim. Hinn rósrauði draumur, jökullinn logar. Hvaða boðun felst svo í því að þetta er sungið á undan kappleikjum okkar karla er aftur spurning sem hver og einn verður að svara fyrir sig.“ En, Guðmundur Andri kann svör við þessari spurningu: „Sama og þjóðsöngurinn. Auðmýkt gagnvart almættinu. Æðruleysi gagnvart því sem ekki verður breytt. Þetta eru rímaðar AA-bænir, sem er einmitt þjóðarfaðirvorið.“ En, rithöfundarnir fá ekki stöðvað áhugmenn um tónlistina og óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson sem vill skjóta inn í þessar umræður tóndæmi, sem hann ætlar hinum sænska þjálfara okkar, honum Lars. Og það er Jussi Björling sem kveður sér hljóðs:Stefán Snær Grétarsson teiknistofustjóri veltir fyrir sér því hvernig það má vera að þetta lag er hingað komið og setur fram kenningu þess efnis: „Hér er útgáfa dönsku stórstjörnunnar Ottos Brandenburg frá 1959. Mér finnst líklegt að KK og kó hafi heyrt þessa útgáfu á sínum tíma. Útgáfa Óðins og KK-sextettsins er frá 1960.“ Og Agli sjálfum, gestgjafa hinnar merku umræðu um lagið sem nú tröllríður íslensku samfélagi, telur þetta líklegt. Og Guðmundur Andri telur þetta eftir öðru: „Evópskur óperettuslagari sem breytist í amerískt dægurlag. Sem sagt: Rammíslenskt.“Skyldu ættingjarnir fá borgað sem þeim ber?Anna Sigrún Baldursdóttir, sem starfar nú hjá Landspítala, vitnar hins vegar í móður sína, til að reyna að fá botn í það hvernig vera má að þetta lag er nú orðið að einskonar þjóðsöng: „Mamma var að rifja upp að Comedian Harmonist voru reglulega spilaðir Ríkisútvarpinu milli 1950-1960, þóttu frekar púkó.“ En, umræðan vill beinast að textanum: Magnús R. Einarsson tónlistarmaður setur fram kenningu: „Textinn er um mann sem er að lofa sér í byggingavinnu út á landsbyggðinni. Loks þegar hann drattast heim eftir óútskýrða vetrardvöl. Maðurinn er reyndar tímavilltur því hann er ýmist á leiðinni heim í erindunum, en mættur þegar kemur í viðlagið.“Magnús, Páll Baldvin og Guðmundur Andri velta fyrir sér ýmsum flötum og eigindum textans.Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur hins vegar áhyggjur af því að fjárhagshliðinni: „Skyldu afkomendur Emmerich fá skilvíslega borgað það sem þeim ber?“Lagið heitir ekki FerðalokÆttingjar textahöfundarins Jóns Sigurðssonar heitins, í bankanum, standa ákaft vörð um höfundarverk hans. Þeir gerðu þá kröfu á sínum tíma að grínararnir þeir Radíusbræður tækju úr spilun sína útgáfu af „Úti í Hamborg“, þetta var árið 1995, og enn reyna þau að koma í veg fyrir misskilning sem upp hefur komið í tengslum við textagerð Jóns. Þá skrifaði Guðmundur Andri áðurnefndur einmitt pistil þeim Radíusbræðum til varnar, í Alþýðublaðið. Ættingjarnir hafa nú sent fjölmiðlum, þeim sem orðið hefur það á að kalla lagið „Ferðalok“, en einhver af ýmsum íslenskum útgáfum lagsins var kynnt þannig, harðort bréf. Þar sem áréttað er að lagið heiti: „Ég er kominn heim“ en alls ekki „Ferðalok“. Annar er misskilningur í tengslum við þetta lag, sem eins og áður sagði Óðinn Valdimarsson gerði fyrst þekkt á Íslandi en það hvarf árum saman þar til að öðlaðist óvænt vinsældir á ný, er sá að í laginu er sungið „sem blasir móti sól“. Á hinni ágætu og gagnmerku laga og textasíðu Þorgils Björgvinssonar, guitarparty.com, er að finna í athugasemdakerfi leiðréttingu á þessu atriði. Sem ættingjar Jóns hafa komið á framfæri, þannig að heimildin má heita örugg. Í texta Jóns stendur „brosir“ en ekki „blasir“. Þennan leiða og þráláta misskilning má rekja til þess að Óðinn sjálfur gerði mistök þegar lagið var hljóðritað. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Ungverjarnir vita væntanlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar íslensku fótboltastuðningsmennirnir sem nú eru staddir á EM í Frakkalandi taka til við að kyrja ungverska slagarann „Ég er kominn heim“. Þá er og vert að hafa það hugfast að í íslenska texta Jóns Sigurðssonar, sem jafnan var kenndur við bankann, er talað um að „brosa móti sól“ en ekki „blasa“. En, hver er þessi ungverski höfundur lagsins?Dáður og þá hataður af HitlerHöfundur lagsins „Ég er kominn heim“, var ungverskur gyðingur sem heitir Emmerich Kálmán. Þrátt fyrir þetta var tónlist hans í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler sem bauð honum sérstaklega að verða heiðursmeðlimur í sveit Aría. En, Kálmán hafnaði því góða boði. Sú höfnun fór ekki vel í Foringjann sem svo leiddi til þess að Kálmán flúði, fyrst til Parísar og þaðan til Bandaríkjanna og settist hann að í Kaliforníu árið 1940. Nasistarnir litu á þetta sem ótvíræð svik við sig og málstaðinn og bönnuðu alla tónlist Kálmáns. Kálmán grét það krókódílatárum, flutti aftur til Vínarborgar frá New York 1949, þaðan tveimur árum síðar til Parísar þar sem hann andaðist.Ungverjarnir munu líkast til velta því fyrir sér í hvaða ósköpum þeir eru lentir, þegar Íslendingarnir taka til við að kyrkja lag eftir sinn mann: Kálmán.Viðbúið er að Ungverjar reki upp stór augu á laugardaginn, nánar tiltekið í Marselles, þegar stuðningsmenn íslenska landsliðsins hefja upp raustu sína og taka til við að kyrja ungverska slagarann sem allir þekkja nú sem „Ég er kominn heim“. Hvaða brenglaða bragð í taugastríði fyrir fótboltaleik má það heita, munu þeir spyrja sig? Kálmán er nefnilega í hávegum hafður í sínu heimalandi, sem ungverskt tónskáld og lagahöfundur.Liðagigtin rak hann í tónsmíðarnarKálmán, sem fæddist 1882 í Siófok, sem tilheyrði sameinuðu Austuríki-Ungverjalandi. Hann hét upphaflega Imre Koppstein og fæddist inn í gyðingafjölskyldu. Metnaður hans sem ungur maður stóð til þess að verða konsert-píanisti en vegna þess að hann þjáðist af liðagigt snéri hann sér þess í stað að því að semja sjálfur tónlist. Hann nam tónlist hjá Hans Kössler við Konunglegu ungversku tónlistarakademíuna, samtíða mönnum svo sem Béla Bartók og Zoltán Kodály.Hitler hafði gaman af Kálmán, en það var ekki gagnkvæmt.Kálmán var virkur og samdi tónverk af ýmsu tagi en það var hins vegar kabarett-tónlist sem kom honum á kortið og þaðan fór hann yfir í að semja óperettur. Og svo stiklað sé á stóru í sögu Kálmáns telst hann ásamt Franz Lehár leiðandi höfundar í því sem kölluð er silfuröld óperettunnar í Vín, sem er þá á fyrsta aldarfjórðungi síðustu aldar. Og það er einmitt þaðan sem „Ég er kominn heim“ er sprottið.Fróðlegar vangaveltur á síðu EgilsMálið er rætt í þaula á Facebooksíðu Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og leggja fjölmargir þekktir sérfræðingar um listir og menningu þar orð í belg og er ekki komið að tómum kofa þar. Þetta eru gagnmerkar umræður sem Vísir hikar ekki við að grípa niður í. Egill varpar upp boltanum með að fullyrða að Íslendingar eigi „eftir að koma Ungverjum svo í opna skjöldu að þeir eiga ekki nein svör þegar þeir hefja upp raust sína og syngja ungverskt óperettulag hástöfum. Með fylgir ein elsta og þekktasta útgáfa lagsins í flutningi Comedian Harmonists - Heut´Nacht hab´ich getraumt von Dir, frá 1931.Gunnar Smári Egilsson ritstjóri er áhugasamur um fótboltavinkilinn og taugastríðið sem nú ríkir: „Ungverjarnir munu hugsa: Hvílíkir stuðningsmenn! Þeir æfa upp lag frá andstæðingnum hverju sinni og gera að sínu. Eru þeir að sýna okkur virðingu eða hæðast af okkur? Ættum við að gera slíkt hið sama? Kann einhver hér lag frá Íslandi?“ Björn Sævar Einarsson póstar útgáfu Nicolai Gedda sem syngur. „Hér er óperusöngsútgáfan.“ Og, það er ekki úr vegi að hlusta á Heut´Nacht hab´ich getraumt von Dir, í þeirri útgáfu áður en lengra er haldið.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur telur uppruna lagsins ekki skipta öllu máli, eða þannig heldur vill beina sjónum að flutningi Óðins Valdimarssonar, sem upphaflega gerði lagið þekkt, og svo textanum: „Þetta lag er eins íslenskt og mest má vera. Upprunaland svona laga skiptir engu máli (ferskeytlan okkar kemur t.d. frá Englandi) heldur hvernig þau tengjast við þjóðarsálina. Þetta kemur beint úr henni - en bara flutningur Óðins, vel að merkja. Hann tengist séríslenskum trega. Við skynjum heitstrengingar þess sem fór burt og ætlar aftur heim - en kemst aldrei.“ Páll Baldvin fræðimaður veltir fyrir sér merkingu textans einnig og furðar sig reyndar á því hvernig efni kvæðisins fer heim og saman við baráttuanda þann sem menn vilja hafa í hávegum í tengslum við fótboltaleik.Egill og Gunnar Smári binda við það vonir að það muni slá Ungverjana út af laginu, þegar íslensku stuðningsmennirnir byrja að öskra ungverskan slagara.„Ekki að undra að lagið snerti djúpa strengi: farandsveinnin snýr heim í heiðadalinn að hitta ástina sína: allt er bjart fyrir okkur tveim. Hinn rósrauði draumur, jökullinn logar. Hvaða boðun felst svo í því að þetta er sungið á undan kappleikjum okkar karla er aftur spurning sem hver og einn verður að svara fyrir sig.“ En, Guðmundur Andri kann svör við þessari spurningu: „Sama og þjóðsöngurinn. Auðmýkt gagnvart almættinu. Æðruleysi gagnvart því sem ekki verður breytt. Þetta eru rímaðar AA-bænir, sem er einmitt þjóðarfaðirvorið.“ En, rithöfundarnir fá ekki stöðvað áhugmenn um tónlistina og óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson sem vill skjóta inn í þessar umræður tóndæmi, sem hann ætlar hinum sænska þjálfara okkar, honum Lars. Og það er Jussi Björling sem kveður sér hljóðs:Stefán Snær Grétarsson teiknistofustjóri veltir fyrir sér því hvernig það má vera að þetta lag er hingað komið og setur fram kenningu þess efnis: „Hér er útgáfa dönsku stórstjörnunnar Ottos Brandenburg frá 1959. Mér finnst líklegt að KK og kó hafi heyrt þessa útgáfu á sínum tíma. Útgáfa Óðins og KK-sextettsins er frá 1960.“ Og Agli sjálfum, gestgjafa hinnar merku umræðu um lagið sem nú tröllríður íslensku samfélagi, telur þetta líklegt. Og Guðmundur Andri telur þetta eftir öðru: „Evópskur óperettuslagari sem breytist í amerískt dægurlag. Sem sagt: Rammíslenskt.“Skyldu ættingjarnir fá borgað sem þeim ber?Anna Sigrún Baldursdóttir, sem starfar nú hjá Landspítala, vitnar hins vegar í móður sína, til að reyna að fá botn í það hvernig vera má að þetta lag er nú orðið að einskonar þjóðsöng: „Mamma var að rifja upp að Comedian Harmonist voru reglulega spilaðir Ríkisútvarpinu milli 1950-1960, þóttu frekar púkó.“ En, umræðan vill beinast að textanum: Magnús R. Einarsson tónlistarmaður setur fram kenningu: „Textinn er um mann sem er að lofa sér í byggingavinnu út á landsbyggðinni. Loks þegar hann drattast heim eftir óútskýrða vetrardvöl. Maðurinn er reyndar tímavilltur því hann er ýmist á leiðinni heim í erindunum, en mættur þegar kemur í viðlagið.“Magnús, Páll Baldvin og Guðmundur Andri velta fyrir sér ýmsum flötum og eigindum textans.Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur hins vegar áhyggjur af því að fjárhagshliðinni: „Skyldu afkomendur Emmerich fá skilvíslega borgað það sem þeim ber?“Lagið heitir ekki FerðalokÆttingjar textahöfundarins Jóns Sigurðssonar heitins, í bankanum, standa ákaft vörð um höfundarverk hans. Þeir gerðu þá kröfu á sínum tíma að grínararnir þeir Radíusbræður tækju úr spilun sína útgáfu af „Úti í Hamborg“, þetta var árið 1995, og enn reyna þau að koma í veg fyrir misskilning sem upp hefur komið í tengslum við textagerð Jóns. Þá skrifaði Guðmundur Andri áðurnefndur einmitt pistil þeim Radíusbræðum til varnar, í Alþýðublaðið. Ættingjarnir hafa nú sent fjölmiðlum, þeim sem orðið hefur það á að kalla lagið „Ferðalok“, en einhver af ýmsum íslenskum útgáfum lagsins var kynnt þannig, harðort bréf. Þar sem áréttað er að lagið heiti: „Ég er kominn heim“ en alls ekki „Ferðalok“. Annar er misskilningur í tengslum við þetta lag, sem eins og áður sagði Óðinn Valdimarsson gerði fyrst þekkt á Íslandi en það hvarf árum saman þar til að öðlaðist óvænt vinsældir á ný, er sá að í laginu er sungið „sem blasir móti sól“. Á hinni ágætu og gagnmerku laga og textasíðu Þorgils Björgvinssonar, guitarparty.com, er að finna í athugasemdakerfi leiðréttingu á þessu atriði. Sem ættingjar Jóns hafa komið á framfæri, þannig að heimildin má heita örugg. Í texta Jóns stendur „brosir“ en ekki „blasir“. Þennan leiða og þráláta misskilning má rekja til þess að Óðinn sjálfur gerði mistök þegar lagið var hljóðritað.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira