Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Spínat er járnríkt og stundum kölluð ofurfæða. Brassica rapa kálið er líka næringarríkt, en það er í sömu fæðufjölskyldu og spergilkál og næpur. Fréttablaðið/Hari Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira