Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 22:22 Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00