NBA: Framlengt í báðum leikjunum og Curry snéri aftur með tilþrifum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira