Forsetinn mælir með því að opna jólagjafirnar á jóladag Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2016 14:54 Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00