Slysið varð um klukkan 14:30 á fimmtudag þegar fólksbifreið á norðurleið og jepplingur á suðurleið lentu í árekstri. Maðurinn sem lést var ökumaður fólksbílsins og var einn á ferð. Í jepplingnum voru tveir erlendir ferðamenn sem voru fluttir lítið slasaðir á slysadeild í Fossvogi til skoðunar.
Aðstæður á slysstað voru mjög slæmar, vont veður með snjókomu, skafrenningi og krapi og hálka á vegi.