Vegir enn lokaðir vegna veðurs: Stórhríð fram undir hádegi en jólakyrrð í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 08:55 Vindaspáin á landinu á hádegi í dag. mynd/veðurstofan Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira