Kaupfélag Skagfirðinga eflir sig í höfuðborginni Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Esja kjötvinnsla er á Bitruhálsi 2. Fréttablaðið/Vilhelm Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira