Elísabet Englandsdrottning níræð og barnabarnabarnið á frímerki Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ein myndanna sem verður á hátíðarfrímerkjunum sýnir erfðaröðina að bresku krúnunni. Fréttablaðið/EPA Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira