Til skoðunar að kæra verðsamráðsmál til Mannréttindadómstóls Evrópu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 19:00 Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira