Ásakanir Bændasamtakanna smjörklípa til að fela búvörusamning Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 19:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira