NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 16:51 Vísir/EPA/AFP NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira