Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 06:00 Myndir/Getty - Grafík/Fréttablaðið Stórleikur kvöldsins á Evrópumótinu í Póllandi er ekki bara Íslendinga- og nágrannaslagur heldur einnig einn af lykilleikjunum í baráttunni fyrir að fá að spila um verðlaun á Evrópumótinu í ár. Danir mæta þá Þjóðverjum í lokaumferð milliriðils EM og í boði er sæti í undanúrslitum keppninnar. Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni eftir aðeins þrjá leiki en íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með danska landsliðið og Dagur Sigurðsson með þýska landsliðið, hafa haldið uppi heiðri þjóðarinnar á mótinu. Danir eru ósigraðir með fimm sigra í fimm leikjum og Þjóðverjar hafa unnið fjóra leiki í röð eftir að þeir komu til baka eftir tap fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þetta eina tap Þjóðverja á móti Spáni gæti þó reynst þeim dýrkeypt þegar lokastaða milliriðilsins er tekin saman. Guðmundur og Dagur eru báðir á sínu öðru stórmóti með sín landslið en þrátt fyrir að Guðmundur hafi endað tveimur sætum ofar með sitt lið á heimsmeistaramótinu í Katar fékk Dagur meira hrós fyrir sína framgöngu fyrir ári. Dagur var að þróa nýtt lið og þótti gera vel með því að ná sjöunda sætinu og tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna. Það voru hins vegar vonbrigði fyrir Dani að spila ekki um verðlaun enda að flestra mati með lið sem hafði alla burði til þess.Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp Meiðsli í báðum liðum í aðdraganda EM í Póllandi þýddu að það reyndi enn meira á íslensku þjálfarana. Guðmundur missti klettinn úr vörninni (Rene Toft Hansen) en Dagur hefur verið einkar óheppinn með meiðsli manna og sú þróun hefur haldið áfram á mótinu sjálfu. Dagur mætir í raun með hálfgert b-lið í leikinn við Dani enda búinn að missa fastamann úr öllum stöðum. Það er því meiri brekka hjá Degi en Guðmundi fyrir leik kvöldsins.Guðmundur Guðmundsson.Vísir/AFPÚrræðagóðir þjálfarar Guðmundur og Dagur hafa báðir sýnt hversu úrræðagóðir þeir eru í sínum leikjum og tilfærslur þeirra og breytingar eiga mikinn þátt í því hversu vel hefur gengið í seinni hálfleikjum liðanna.Sjá einnig: Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Þýska liðið var þannig fjórum mörkum undir á móti Svíum en vann fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins með átta mörkum og leikinn síðan með einu marki. Dagur notaði tvo línumenn í sókninni í seinni hálfleik sem breytti miklu fyrir sóknarleikinn. Danska liðið var undir í hálfleik í leikjum sínum við Svartfellinga og Spánverja en vann seinni hálfleikinn í þessum tveimur leikjum með ellefu mörkum. Í leiknum við hið sterka lið Spánverja lét Guðmundur Mikkel Hansen spila sem leikstjórnanda í seinni hálfleiknum sem gekk fullkomlega upp enda kom Michael Damgaard frábærlega inn í vinstri skyttuna. Danir unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun.Mættust á EM 2010 og HM 2015 Guðmundur og Dagur hafa mæst tvisvar sinnum með sín landslið á stórmótum, fyrst á Evrópumótinu fyrir sex árum og svo aftur á HM í Katar fyrir ári. Í bæði skiptin varð niðurstaðan jafntefli og í báðum tilfellum eftir dramatíska endurkomu annars liðsins. Lærisveinar Dags í austurríska landsliðinu náðu þannig að vinna upp þriggja marka mun íslenska landsliðsins á síðustu 50 sekúndunum þegar Austurríki og Ísland gerðu 37-37 jafntefli í riðlakeppni EM 2010. Í fyrra var það aftur á mótið komið að liði Guðmundar að vinna upp þriggja marka mun á lokamínútunum. Strákarnir hans Dags voru þá með þriggja marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir en Danir unnu lokakaflann 6-3 og tryggðu sér 30-30 jafntefli.Sjá einnig: Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tveir leikir eru því að baki milli þeirra Guðmundar og Dags og hvorugur hefur fagnað sigri. Þeir þekkja það þó að fagna sigri hvor á móti öðrum enda mættust þeir átta sinnum í þýsku deildinni frá 2010 til 2014. Guðmundur og lið hans Rhein-Neckar-Löwen unnu fjóra af leikjunum átta en Dagur vann tvo. Dagur og Guðmundur þekkjast líka mjög vel sem samstarfsmenn enda var Dagur fyrirliði Guðmundar þegar Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið á árunum 2001 til 2004.Dagur Sigurðsson.Vísir/GettyDagur verður að vinna Danir gerðu jafntefli við Svía í gær og eru með einu stigi meira en Þýskaland og Spánn. Jafnteflið þýðir að staða Spánverja styrktist en þeir munu með sigri á Rússum í síðasta leik riðilsins í kvöld tryggja sér sæti í undanúrslitunum, óháð því hvernig viðureign Dana og Þjóðverja fer fyrr um daginn. Danska liðið vinnur riðilinn með því að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Með tapi er Danmörk aðeins úr leik ef Spánn vinnur sinn leik gegn Rússlandi. Þýskaland fer áfram með sigri en eitt stig dugir aðeins ef Spánn tapar sínum leik. Með tapi eru Dagur og hans menn einfaldlega úr leik, óháð úrslitanna í leik Spánar og Rússlands. Íslenskt handboltaáhugafólk fylgist því örugglega spennt með lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumeistarmótinu í handbolta í kvöld. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Stórleikur kvöldsins á Evrópumótinu í Póllandi er ekki bara Íslendinga- og nágrannaslagur heldur einnig einn af lykilleikjunum í baráttunni fyrir að fá að spila um verðlaun á Evrópumótinu í ár. Danir mæta þá Þjóðverjum í lokaumferð milliriðils EM og í boði er sæti í undanúrslitum keppninnar. Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni eftir aðeins þrjá leiki en íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með danska landsliðið og Dagur Sigurðsson með þýska landsliðið, hafa haldið uppi heiðri þjóðarinnar á mótinu. Danir eru ósigraðir með fimm sigra í fimm leikjum og Þjóðverjar hafa unnið fjóra leiki í röð eftir að þeir komu til baka eftir tap fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þetta eina tap Þjóðverja á móti Spáni gæti þó reynst þeim dýrkeypt þegar lokastaða milliriðilsins er tekin saman. Guðmundur og Dagur eru báðir á sínu öðru stórmóti með sín landslið en þrátt fyrir að Guðmundur hafi endað tveimur sætum ofar með sitt lið á heimsmeistaramótinu í Katar fékk Dagur meira hrós fyrir sína framgöngu fyrir ári. Dagur var að þróa nýtt lið og þótti gera vel með því að ná sjöunda sætinu og tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna. Það voru hins vegar vonbrigði fyrir Dani að spila ekki um verðlaun enda að flestra mati með lið sem hafði alla burði til þess.Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp Meiðsli í báðum liðum í aðdraganda EM í Póllandi þýddu að það reyndi enn meira á íslensku þjálfarana. Guðmundur missti klettinn úr vörninni (Rene Toft Hansen) en Dagur hefur verið einkar óheppinn með meiðsli manna og sú þróun hefur haldið áfram á mótinu sjálfu. Dagur mætir í raun með hálfgert b-lið í leikinn við Dani enda búinn að missa fastamann úr öllum stöðum. Það er því meiri brekka hjá Degi en Guðmundi fyrir leik kvöldsins.Guðmundur Guðmundsson.Vísir/AFPÚrræðagóðir þjálfarar Guðmundur og Dagur hafa báðir sýnt hversu úrræðagóðir þeir eru í sínum leikjum og tilfærslur þeirra og breytingar eiga mikinn þátt í því hversu vel hefur gengið í seinni hálfleikjum liðanna.Sjá einnig: Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Þýska liðið var þannig fjórum mörkum undir á móti Svíum en vann fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins með átta mörkum og leikinn síðan með einu marki. Dagur notaði tvo línumenn í sókninni í seinni hálfleik sem breytti miklu fyrir sóknarleikinn. Danska liðið var undir í hálfleik í leikjum sínum við Svartfellinga og Spánverja en vann seinni hálfleikinn í þessum tveimur leikjum með ellefu mörkum. Í leiknum við hið sterka lið Spánverja lét Guðmundur Mikkel Hansen spila sem leikstjórnanda í seinni hálfleiknum sem gekk fullkomlega upp enda kom Michael Damgaard frábærlega inn í vinstri skyttuna. Danir unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun.Mættust á EM 2010 og HM 2015 Guðmundur og Dagur hafa mæst tvisvar sinnum með sín landslið á stórmótum, fyrst á Evrópumótinu fyrir sex árum og svo aftur á HM í Katar fyrir ári. Í bæði skiptin varð niðurstaðan jafntefli og í báðum tilfellum eftir dramatíska endurkomu annars liðsins. Lærisveinar Dags í austurríska landsliðinu náðu þannig að vinna upp þriggja marka mun íslenska landsliðsins á síðustu 50 sekúndunum þegar Austurríki og Ísland gerðu 37-37 jafntefli í riðlakeppni EM 2010. Í fyrra var það aftur á mótið komið að liði Guðmundar að vinna upp þriggja marka mun á lokamínútunum. Strákarnir hans Dags voru þá með þriggja marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir en Danir unnu lokakaflann 6-3 og tryggðu sér 30-30 jafntefli.Sjá einnig: Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tveir leikir eru því að baki milli þeirra Guðmundar og Dags og hvorugur hefur fagnað sigri. Þeir þekkja það þó að fagna sigri hvor á móti öðrum enda mættust þeir átta sinnum í þýsku deildinni frá 2010 til 2014. Guðmundur og lið hans Rhein-Neckar-Löwen unnu fjóra af leikjunum átta en Dagur vann tvo. Dagur og Guðmundur þekkjast líka mjög vel sem samstarfsmenn enda var Dagur fyrirliði Guðmundar þegar Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið á árunum 2001 til 2004.Dagur Sigurðsson.Vísir/GettyDagur verður að vinna Danir gerðu jafntefli við Svía í gær og eru með einu stigi meira en Þýskaland og Spánn. Jafnteflið þýðir að staða Spánverja styrktist en þeir munu með sigri á Rússum í síðasta leik riðilsins í kvöld tryggja sér sæti í undanúrslitunum, óháð því hvernig viðureign Dana og Þjóðverja fer fyrr um daginn. Danska liðið vinnur riðilinn með því að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Með tapi er Danmörk aðeins úr leik ef Spánn vinnur sinn leik gegn Rússlandi. Þýskaland fer áfram með sigri en eitt stig dugir aðeins ef Spánn tapar sínum leik. Með tapi eru Dagur og hans menn einfaldlega úr leik, óháð úrslitanna í leik Spánar og Rússlands. Íslenskt handboltaáhugafólk fylgist því örugglega spennt með lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumeistarmótinu í handbolta í kvöld.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira