Eiríkur Ingi deilir við TM um örorkubætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 09:00 Eiríkur Ingi með viðurkenningu þegar hann var kjörinn maður ársins hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Vísir Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar fyrir fjórum árum, stendur í stappi við Tryggingamiðstöðina vegna bótauppgjörs. Upphæðin sem lögmaður Eiríks krefst fyrir hans hönd nemur 13 milljónum króna en deilt er um hvað eigi að miða þegar kemur að bótum vegna örorkunnar. Eiríkur hefur þegar fengið greiddar bætur en eftir stendur fyrrnefnd upphæð.Hjörleifur Kvaran.VísirSegir fjölmörg skýr fordæmi Jónas Þór Jónasson er lögmaður Eiríks en Hjörleifur Kvaran flytur málið fyrir hönd Tryggingamiðstöðvarinnar. Meginreglan í málum sem þessum er sú að miðað er við meðallaun árin þrjú fyrir slys. Málið flækist hins vegar af þeim sökum að Eiríkur var í námi á þessum tíma og sömuleiðis án vinnu um tíma. Hann nýtti hins vegar tímann til að sækja sér skipstjóraréttindi og var kominn með þau þegar hann lenti í slysinu. Jónas Þór segir óumdeilt að ekki eigi að miða við árin þrjú á undan, það sé ekki hægt. Það séu þeir Hjörleifur sammála um. Hins vegar er það hvað eigi þá að miða við þar sem hnífurinn stendur í kúnni. „Þetta er bara eins og ef ég myndi lenda í slysi að loknu fimm ára námi í lögfræði,“ segir Jónas Þór. Fordæmi séu fyrir því bæði úr stétt lögfræðinga og hjúkrunarfræðinga að fólk sem lendi í slysi rétt í þann mund sem það lýkur námi fái greiddar bætur sem miði við meðallaun útskrifaðra úr sömu stétt.Eiríkur Ingi fór 1332 kílómetra leið í kringum landið á 77 klukkustundum sumarið 2014.Vísir/AnnþórHjólaði hringinn í kringum landið „Ef ég slasaði mig og væri að skrifa lokaritgerðina þá fengi ég dæmt miðað við að ég væri lögfræðingur. Það eru mörg fordæmi fyrir því,“ segir Jónas. Hann segist afar hissa á því að Tryggingamiðstöðin sjái þetta ekki sömu augum enda nóg af dómafordæmum. Hjörleifur segir málið hins vegar ekki svo einfalt. Annars væri ekki verið að deila um það fyrir dómi. Óumdeilt sé að Eiríkur eigi rétt á bótum en deilt sé um viðmið. Málið sé eitt af fjölmörgum af svipuðum toga sem tekist er á um fyrir dómstólum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í mars en málið hefur verið fyrir dómstólum í eitt og hálft ár. Eiríkur var kosinn maður ársins hjá Reykjavík Síðdegis árið 2012 og hefur síðan meðal annars komist í fréttir þegar hann hjólaði hringinn í kringum landið í WOW-Cyclathon árið 2014. Hann var síðastur í mark en hann hjólaði alla leiðina einn síns liðs. 1332 kílómetra á 77 klukkustundum.Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið sumarið 2014 þar sem hann sagðist vona að sín yrði ekki minnst sem þess sem datt í sjóinn. Tengdar fréttir Hélt alltaf í vonina „Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu. 1. febrúar 2012 21:16 „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum. 27. janúar 2012 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar fyrir fjórum árum, stendur í stappi við Tryggingamiðstöðina vegna bótauppgjörs. Upphæðin sem lögmaður Eiríks krefst fyrir hans hönd nemur 13 milljónum króna en deilt er um hvað eigi að miða þegar kemur að bótum vegna örorkunnar. Eiríkur hefur þegar fengið greiddar bætur en eftir stendur fyrrnefnd upphæð.Hjörleifur Kvaran.VísirSegir fjölmörg skýr fordæmi Jónas Þór Jónasson er lögmaður Eiríks en Hjörleifur Kvaran flytur málið fyrir hönd Tryggingamiðstöðvarinnar. Meginreglan í málum sem þessum er sú að miðað er við meðallaun árin þrjú fyrir slys. Málið flækist hins vegar af þeim sökum að Eiríkur var í námi á þessum tíma og sömuleiðis án vinnu um tíma. Hann nýtti hins vegar tímann til að sækja sér skipstjóraréttindi og var kominn með þau þegar hann lenti í slysinu. Jónas Þór segir óumdeilt að ekki eigi að miða við árin þrjú á undan, það sé ekki hægt. Það séu þeir Hjörleifur sammála um. Hins vegar er það hvað eigi þá að miða við þar sem hnífurinn stendur í kúnni. „Þetta er bara eins og ef ég myndi lenda í slysi að loknu fimm ára námi í lögfræði,“ segir Jónas Þór. Fordæmi séu fyrir því bæði úr stétt lögfræðinga og hjúkrunarfræðinga að fólk sem lendi í slysi rétt í þann mund sem það lýkur námi fái greiddar bætur sem miði við meðallaun útskrifaðra úr sömu stétt.Eiríkur Ingi fór 1332 kílómetra leið í kringum landið á 77 klukkustundum sumarið 2014.Vísir/AnnþórHjólaði hringinn í kringum landið „Ef ég slasaði mig og væri að skrifa lokaritgerðina þá fengi ég dæmt miðað við að ég væri lögfræðingur. Það eru mörg fordæmi fyrir því,“ segir Jónas. Hann segist afar hissa á því að Tryggingamiðstöðin sjái þetta ekki sömu augum enda nóg af dómafordæmum. Hjörleifur segir málið hins vegar ekki svo einfalt. Annars væri ekki verið að deila um það fyrir dómi. Óumdeilt sé að Eiríkur eigi rétt á bótum en deilt sé um viðmið. Málið sé eitt af fjölmörgum af svipuðum toga sem tekist er á um fyrir dómstólum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í mars en málið hefur verið fyrir dómstólum í eitt og hálft ár. Eiríkur var kosinn maður ársins hjá Reykjavík Síðdegis árið 2012 og hefur síðan meðal annars komist í fréttir þegar hann hjólaði hringinn í kringum landið í WOW-Cyclathon árið 2014. Hann var síðastur í mark en hann hjólaði alla leiðina einn síns liðs. 1332 kílómetra á 77 klukkustundum.Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið sumarið 2014 þar sem hann sagðist vona að sín yrði ekki minnst sem þess sem datt í sjóinn.
Tengdar fréttir Hélt alltaf í vonina „Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu. 1. febrúar 2012 21:16 „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum. 27. janúar 2012 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hélt alltaf í vonina „Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu. 1. febrúar 2012 21:16
„Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18
Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43
Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum. 27. janúar 2012 20:00