Lítið breytt ríkisstjórn Andri Sigurðsson skrifar 8. apríl 2016 19:49 Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt!
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar