Dísilbílabann í Þýskum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 15:04 Þýsk bílaumferð. Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent
Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent