Bíó og sjónvarp

Hlustaðu á útgáfu „Bob Dylan“ af Hotline Bling

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fallon í gervi Dylan.
Fallon í gervi Dylan.
Það er óumdeilt að lag kanadíska rapparans Drake, Hotline Bling, var eitt allra vinsælasta lag síðasta árs. Það er einnig óumdeilt að bandaríska þjóðlagaskáldið Bob Dylan er einhver allra vinsælasti tónlistarmaður sögunnar. Það er því forvitnilegt að sjá hvernig hrærigrautur Dylan og Hotline Bling kemur út.

Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon er þekktur fyrir að geta hermt ískyggilega vel eftir Dylan og bauð hann upp á Dylan ábreiðu af laginu í þætti sínum í gær. Kántrískotin útgáfa lagsins er áhugaverð og einhverjir vilja meina að hún sé betri en upprunalega útgáfan.

Myndband af frammistöðu Fallon má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×