Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 13:45 Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir því í sigrinum á EM 2014. vísir/afp Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12