Erlent

Lík David Bowie brennt til ösku

Atli Ísleifsson skrifar
David Bowie andaðist síðastliðinn sunnudag eftir átján mánaða baráttu við krabbamein.
David Bowie andaðist síðastliðinn sunnudag eftir átján mánaða baráttu við krabbamein. Vísir/AFP
Lík breska listamannsins David Bowie hefur verið brennt til ösku í New York. Að sögn Daily Mirror var enginn aðstandandi söngvarans viðstaddur.

Blaðið segir söngvarann hafa beint þeim orðum til ástvina sinna að hann fengi að „fara án alls umstangs“ og óskað þess að ekki að haldin sérstök útför eða opinber minningarathöfn.

Í frétt Sky segir að fjölmargir aðdáendur söngvarans hafi safnast saman fyrir utan heimili hans síðustu daga.

Bowie andaðist síðastliðinn sunnudag eftir átján mánaða baráttu við krabbamein.

Bowie verður minnst á Brit-verðlaunahátíðinni í febrúar, auk þess að minningartónleikar verða haldnir í Carnegie Hall í New York þann 31. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

David Bowie látinn

Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri.

Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar

Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×