Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 21:21 Hillary Clinton. vísir/getty Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“ Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45