Obama skaut fast á seinasta blaðamannafundi ársins: „Það gerist ekki mikið í Rússlandi án Pútíns“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 23:36 Obama á fundinum í dag. vísir/getty Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hélt sinn seinasta blaðamannafund á árinu í Hvíta húsinu í dag. Hann ræddi meðal annars málefni Sýrlands og umfjöllun fjölmiðla um tölvupóstmál Hillary Clinton en forsetinn vill meina að hún hafi ekki alltaf verið sanngjörn. Þá notaði Obama tækifærið og skaut nokkuð fast á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, en eins og greint hefur frá telja bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton. Á fundinum í dag sagðist Obama hafa fulla trú á því að ályktanir CIA og FBI væru réttar og sagði að hann vildi sjá skýrsluna sem hann hefur óskað eftir um málið áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Obama forðaðist að svara því hvort að Pútín hafi sjálfur hafi stýrt tölvuárásunum, eins og Clinton hefur haldið fram, en sagði: „Það gerist ekki mikið í Rússlandi án Pútíns.“ Obama sagði að í september hefði hann beðið Pútín um að hætta tilraunum sínum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Kvaðst hann hafa sagt Rússlandsforseta að ef hann gerði það ekki myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Bandaríkjaforseti sagði að hann teldi að þetta hefði haft einhver áhrif þar sem ekki voru gerðar frekari tilraunir til afskipta af kosningunum en tölvupóstum landsnefndarinnar og Podesta hafði þá þegar verið lekið. Tengdar fréttir Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton 16. desember 2016 21:21 Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hélt sinn seinasta blaðamannafund á árinu í Hvíta húsinu í dag. Hann ræddi meðal annars málefni Sýrlands og umfjöllun fjölmiðla um tölvupóstmál Hillary Clinton en forsetinn vill meina að hún hafi ekki alltaf verið sanngjörn. Þá notaði Obama tækifærið og skaut nokkuð fast á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, en eins og greint hefur frá telja bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton. Á fundinum í dag sagðist Obama hafa fulla trú á því að ályktanir CIA og FBI væru réttar og sagði að hann vildi sjá skýrsluna sem hann hefur óskað eftir um málið áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Obama forðaðist að svara því hvort að Pútín hafi sjálfur hafi stýrt tölvuárásunum, eins og Clinton hefur haldið fram, en sagði: „Það gerist ekki mikið í Rússlandi án Pútíns.“ Obama sagði að í september hefði hann beðið Pútín um að hætta tilraunum sínum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Kvaðst hann hafa sagt Rússlandsforseta að ef hann gerði það ekki myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Bandaríkjaforseti sagði að hann teldi að þetta hefði haft einhver áhrif þar sem ekki voru gerðar frekari tilraunir til afskipta af kosningunum en tölvupóstum landsnefndarinnar og Podesta hafði þá þegar verið lekið.
Tengdar fréttir Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton 16. desember 2016 21:21 Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton 16. desember 2016 21:21
Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45