Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 18:01 Páll Matthíasson mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira