Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 12:00 Guðmundur Árni Ólafsson skorar í leiknum í gær. Vísir/Ernir Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu. Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira