Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2016 07:00 Aðstoða þurfti fjölda fólks til að komast yfir í bílalestina sem flutti íbúa Aleppo burt. Vísir/AFP Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira