„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 19:26 Páll Matthíasson vísir/gva „Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
„Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13