„Líka mýkt í BDSM“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. mars 2016 15:04 Sigga Dögg fagnar aukinni umræðu um BDSM-kynlíf. Visir Kosning um aðild BDSM fólks inn í Samtökin´78 hefur vakið athygli og umtal síðustu daga. BDSM fólk var naumlega kosið inn í Samtökin síðasta laugardag en stjórnin hefur lagt til að kosið verði að nýju sökum formgalla á fundarboði. Ef svo fer, verður kosið aftur í lok mánaðarins. Eitt af helstu ágreiningsefnum hefur verið hvort BDSM kynlíf geti flokkast sem kynhneigð eða hvort sé í raun um kynhegðun að ræða. Sigga Dögg kynfræðingur segir ekki auðvelt að svara þeirri spurningu og því sé mikilvægt að halda umræðunni á lofti. „Það hefur verið viss samhljómur meðal réttindabaráttu BDSM-fólks og samkynhneigðra,“ útskýrir Sigga. „Það sem samkynhneigðir gera heima hjá sér er eitthvað sem fólk vildi fyrst ekkert vita af. Við hugsuðum um kynlíf sem bara einn hlut, sem samfarir. Það er það sem er að gerast núna með BDSM-ið. Umtalið snýst alltaf um kynferðisleg örvun eða útrás en þau segja nei við því. Það sem þau eru að segja er að þetta sé hluti af því hvernig þau elski. Hvernig þau tjái tilfinningar sínar til annarrar manneskju. Að þó svo að þau geri það með flengingum eða bindingum þá sé alltaf ótrúleg virðing og ást á milli manneskja. Að þetta sé tjáningarmáti sem kynlíf geti verið hluti af, en það þurfi ekki að vera það. Þess vegna sé þetta stærra og meira en þau sjálf. Þau segjast til dæmis ekki fara í samband nema að láta vita af því að þetta sé hluti af þeim og svona verði þau að fá að tjá sína ást. Ef viðkomandi sé ekki reiðubúinn til þess, sé ekki farið í samband.“Aðild BDSM-samtakanna ætlar að reynast Samtökunum ´78 ákaflega erfið viðureignar.Vísir„Sá sem er undir hefur meiri stjórn en sá sem er yfir“Sigga Dögg segist sjálf hafa þurft að sperra upp eyrun og hlusta til þess að auka skilning sinn á BDSM-kynlífi. „Það sem hefur gleymst í þessu er að það er mýkt í þessu líka. Fólk sér bara leður, múla og svipur. Sársauki er hin hliðin af unaði og það gleymist oft hversu fín lína er þar á milli. Hvernig fólk skynjar hann misjafnt og hvernig áhrif hann hefur á líkamann. BDSM fólk er alltaf við stjórnvölinn, hvort sem þú ert undir eða yfir. Í raun hefur sá sem er undir meiri stjórn en sá sem er yfir. Sá sem er yfir þarf alltaf að lesa í aðstæður og þarf að geta treyst þeim sem er undir að láta vita ef viðkomandi vill stoppa. Það ríkir gagnkvæm virðing á milli fólks og traust. Það þarf að undirbúa þetta fyrir fram. Þetta er ekki þannig að einhver ákveði að hann ætli að flengja þennan og svo hinn. Það er alltaf ákveðið fyrirfram hvað megi gera við hvern og hvernig. Það finnst mér ótrúlega fallegt.“Jamie Dornan og Dakota Johnson í hlutverkum sínum.Umræðan skapaðist vegna 50 Shades of GreySigga segir vinsældir kvikmyndarinnar 50 Shades of Grey eiga stóran þátt í aukinni umræðu um BDSM-kynlíf. „Fólk er alltaf fljótt að jaðarsetja aðra því við eigum það til að setja fólk í kassa. En svo leyfum við sífellt meiri fjölbreytileika og skiljum meira um það hvernig fólk kýs að elska. Hvort það sé ein manneskja í einu eða margar, hvort sem það sé með samförum eða ekki. Við erum alltaf að verða umburðarlyndari um allt. Það er enginn að tala um að fara halda BDSM fræðslu fyrir grunnskóla. Það er bara verið að tala um hvað felst í þessu“. Sigga Dögg sótti meðal annars öryggisnámskeið BDSM til þess að kynna sér málin betur. „Ég man þegar ég var unglingur þá voru handjárnin voðalega vinsæl. Svona loðin og sæt. Svo kemst ég að því að í BDSM eru þau úr sögunni. Allt sem ekki er hægt að losa sig úr á svipstundu er ekki leyfilegt. Það þarf að nota eitthvað sem má klippa og er öruggt aðgengi úr ef eitthvað skyldi koma upp á eða ef einhverjum líður illa og vill komast út úr aðstæðunum strax! Ég man svo vel eftir þessari umræðu um lykilinn, hvar er hann og hver hefur hann? Að það sé hægt fyrir einhvern að skilja viðkomandi eftir – það er allt annað valdatafl.“ Tengdar fréttir Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Kosning um aðild BDSM fólks inn í Samtökin´78 hefur vakið athygli og umtal síðustu daga. BDSM fólk var naumlega kosið inn í Samtökin síðasta laugardag en stjórnin hefur lagt til að kosið verði að nýju sökum formgalla á fundarboði. Ef svo fer, verður kosið aftur í lok mánaðarins. Eitt af helstu ágreiningsefnum hefur verið hvort BDSM kynlíf geti flokkast sem kynhneigð eða hvort sé í raun um kynhegðun að ræða. Sigga Dögg kynfræðingur segir ekki auðvelt að svara þeirri spurningu og því sé mikilvægt að halda umræðunni á lofti. „Það hefur verið viss samhljómur meðal réttindabaráttu BDSM-fólks og samkynhneigðra,“ útskýrir Sigga. „Það sem samkynhneigðir gera heima hjá sér er eitthvað sem fólk vildi fyrst ekkert vita af. Við hugsuðum um kynlíf sem bara einn hlut, sem samfarir. Það er það sem er að gerast núna með BDSM-ið. Umtalið snýst alltaf um kynferðisleg örvun eða útrás en þau segja nei við því. Það sem þau eru að segja er að þetta sé hluti af því hvernig þau elski. Hvernig þau tjái tilfinningar sínar til annarrar manneskju. Að þó svo að þau geri það með flengingum eða bindingum þá sé alltaf ótrúleg virðing og ást á milli manneskja. Að þetta sé tjáningarmáti sem kynlíf geti verið hluti af, en það þurfi ekki að vera það. Þess vegna sé þetta stærra og meira en þau sjálf. Þau segjast til dæmis ekki fara í samband nema að láta vita af því að þetta sé hluti af þeim og svona verði þau að fá að tjá sína ást. Ef viðkomandi sé ekki reiðubúinn til þess, sé ekki farið í samband.“Aðild BDSM-samtakanna ætlar að reynast Samtökunum ´78 ákaflega erfið viðureignar.Vísir„Sá sem er undir hefur meiri stjórn en sá sem er yfir“Sigga Dögg segist sjálf hafa þurft að sperra upp eyrun og hlusta til þess að auka skilning sinn á BDSM-kynlífi. „Það sem hefur gleymst í þessu er að það er mýkt í þessu líka. Fólk sér bara leður, múla og svipur. Sársauki er hin hliðin af unaði og það gleymist oft hversu fín lína er þar á milli. Hvernig fólk skynjar hann misjafnt og hvernig áhrif hann hefur á líkamann. BDSM fólk er alltaf við stjórnvölinn, hvort sem þú ert undir eða yfir. Í raun hefur sá sem er undir meiri stjórn en sá sem er yfir. Sá sem er yfir þarf alltaf að lesa í aðstæður og þarf að geta treyst þeim sem er undir að láta vita ef viðkomandi vill stoppa. Það ríkir gagnkvæm virðing á milli fólks og traust. Það þarf að undirbúa þetta fyrir fram. Þetta er ekki þannig að einhver ákveði að hann ætli að flengja þennan og svo hinn. Það er alltaf ákveðið fyrirfram hvað megi gera við hvern og hvernig. Það finnst mér ótrúlega fallegt.“Jamie Dornan og Dakota Johnson í hlutverkum sínum.Umræðan skapaðist vegna 50 Shades of GreySigga segir vinsældir kvikmyndarinnar 50 Shades of Grey eiga stóran þátt í aukinni umræðu um BDSM-kynlíf. „Fólk er alltaf fljótt að jaðarsetja aðra því við eigum það til að setja fólk í kassa. En svo leyfum við sífellt meiri fjölbreytileika og skiljum meira um það hvernig fólk kýs að elska. Hvort það sé ein manneskja í einu eða margar, hvort sem það sé með samförum eða ekki. Við erum alltaf að verða umburðarlyndari um allt. Það er enginn að tala um að fara halda BDSM fræðslu fyrir grunnskóla. Það er bara verið að tala um hvað felst í þessu“. Sigga Dögg sótti meðal annars öryggisnámskeið BDSM til þess að kynna sér málin betur. „Ég man þegar ég var unglingur þá voru handjárnin voðalega vinsæl. Svona loðin og sæt. Svo kemst ég að því að í BDSM eru þau úr sögunni. Allt sem ekki er hægt að losa sig úr á svipstundu er ekki leyfilegt. Það þarf að nota eitthvað sem má klippa og er öruggt aðgengi úr ef eitthvað skyldi koma upp á eða ef einhverjum líður illa og vill komast út úr aðstæðunum strax! Ég man svo vel eftir þessari umræðu um lykilinn, hvar er hann og hver hefur hann? Að það sé hægt fyrir einhvern að skilja viðkomandi eftir – það er allt annað valdatafl.“
Tengdar fréttir Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08