Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 13:45 Kínversk freigáta á siglingu. Vísir/AFP Kína og Rússland munu halda sameiginlegar heræfingar í Suður-Kínahafi í september. Varnarmálaráðuneyti Kína segir æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna. Þeim sé ekki beint gegn öðrum ríkjum. Spenna á svæðinu er mjög mikil vegna tilkalls Kína af stærstum hluta hafsins. Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kínverja ekki hafa tilkall til svæðisins en Kína viðurkennir ekki niðurstöðu dómsins og segist ekki ætla að fylgja honum. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947.Yfirlit yfir þau svæði sem tilköll eru gerð til.Tilkall Kína nær til um 90 prósenta Suður-Kínahafs, en þar að auki gera Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei tilkall til hluta hafsins. Kínverjar hafa byggt upp eyjar og herstöðvar á svæðinu til að styrkja kröfu sína. „Um er að ræða hefðbundna æfingu á milli tveggja herafla, sem miða að því að styrkja samband Kína og Rússlands,“ er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína á vef Reuters. Á þessu ári hafa Kínverjar og Rússar haldið sameiginlegar heræfingar í Japanshafi og í Miðjarðarhafi. Stjórnvöld í Kína hafa reglulega sakað Bandaríkin um að valda aukinni spennu með því að senda herskip á svæðið og að vera hliðhollir öðrum ríkjum á svæðinu. Bandaríkin segja hins vegar mikilvægt að halda siglingaleiðum um svæðið opnum, en gífurlega mikil umferð skipasiglinga fer um Suður-Kínahaf. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Kína og Rússland munu halda sameiginlegar heræfingar í Suður-Kínahafi í september. Varnarmálaráðuneyti Kína segir æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna. Þeim sé ekki beint gegn öðrum ríkjum. Spenna á svæðinu er mjög mikil vegna tilkalls Kína af stærstum hluta hafsins. Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kínverja ekki hafa tilkall til svæðisins en Kína viðurkennir ekki niðurstöðu dómsins og segist ekki ætla að fylgja honum. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947.Yfirlit yfir þau svæði sem tilköll eru gerð til.Tilkall Kína nær til um 90 prósenta Suður-Kínahafs, en þar að auki gera Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei tilkall til hluta hafsins. Kínverjar hafa byggt upp eyjar og herstöðvar á svæðinu til að styrkja kröfu sína. „Um er að ræða hefðbundna æfingu á milli tveggja herafla, sem miða að því að styrkja samband Kína og Rússlands,“ er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína á vef Reuters. Á þessu ári hafa Kínverjar og Rússar haldið sameiginlegar heræfingar í Japanshafi og í Miðjarðarhafi. Stjórnvöld í Kína hafa reglulega sakað Bandaríkin um að valda aukinni spennu með því að senda herskip á svæðið og að vera hliðhollir öðrum ríkjum á svæðinu. Bandaríkin segja hins vegar mikilvægt að halda siglingaleiðum um svæðið opnum, en gífurlega mikil umferð skipasiglinga fer um Suður-Kínahaf.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07