Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 11:47 Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Vísir/GVA Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira