Eins og að horfa á bíómynd í óvanalega hárri upplausn Jónas Sen skrifar 14. apríl 2016 10:15 „Emilía lék blaðlaust og fipaðist aldrei,“ segir í dómnum. Vísir/Pjetur Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Ibert, Ravel og Dvorák í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Antonio Méndez. Eldborg, Hörpu Fimmtudaginn 7. apríl Emilía Rós Sigfúsdóttir kom, sá og sigraði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hún er flautuleikari og var í aðalhlutverkinu í konsertinum eftir Jaques Ibert. Þetta er snúin tónsmíð, laglínur einleikarans eru flúraðar og vísa í allar áttir. Það getur varla verið auðvelt að læra þær utanað. En Emilía lék blaðlaust og fipaðist aldrei. Ekki aðeins var tæknileg hlið flutningsins afburðagóð, túlkunin var fullkomlega trúverðug líka. Tónlistin er lífleg, rytmísk og snörp, en hægari hlutar eru innhverfir og draumkenndir. Hver svo sem stemningin var þá miðlaði Emilía henni áreynslulaust til áheyrenda. Það var unaður að hlýða á hana leika. Hljómsveitarstjórinn, Antonio Méndez fylgdi Emilíu líka af kostgæfni, útkoman var hárfínt samspil. Tvo önnur verk voru á dagskránni, hið fyrra var Rapsodie espagnole eftir Ravel. Rapsódía er frjálslegt tónlistarform þar sem oft er leitast við að segja sögu í tónum. Í verki Ravels er andrúmsloftið grípandi, lengi vel er tónlistin lágstemmd, en það er í henni sterk undiralda; maður hefur á tilfinningunni að eitthvað rosalegt sé í aðsigi. Músíkin rís enda upp í magnaða hápunkta, þeir eru gríðarlega áhrifamiklir. Tónlistin var enn öflugri vegna þess hve leikur hljómsveitarinnar var góður. Satt best að segja er langt síðan hún hefur spilað af slíkri nákvæmni. Sinfónían er vissulega oftast góð, en smáatriðin eru misvel útfærð. Núna var flutningurinn kraftmikill, en samt voru smæstu blæbrigði fáguð og smekklega sett fram. Það var eins og að horfa á bíómynd í óvanalega hárri upplausn, þar sem hægt er að sjá hvert hár á viðkomandi leikara, hvert gras í garðinum, hverja flugu á sveimi. Eftir hlé var áttunda sinfónían eftir Dvorák á efnisskránni. Þetta er stórbrotin tónsmíð með safaríkum laglínum og hnausþykkum hljómum sem skapa munúðarfullt andrúmsloft. Músíkin er myndræn og þegar hljómsveitin lék hana sá maður allt mögulegt fyrir sér. Aftur voru smáatriðin fínlega ofin, og meginlínur skýrt mótaðar. Strengirnir voru sérlega samtaka og fókuseraðir, og aðrir hljóðfærahópar voru pottþéttir. Krafturinn í túlkuninni var sannfærandi, það var í henni flæði og andagift sem gaman var að upplifa. Þetta var frábært!Niðurstaða: Óaðfinnanlegir tónleikar; magnaður hljómsveitarleikur, glæsilegur einleikur. Menning Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Ibert, Ravel og Dvorák í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Antonio Méndez. Eldborg, Hörpu Fimmtudaginn 7. apríl Emilía Rós Sigfúsdóttir kom, sá og sigraði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hún er flautuleikari og var í aðalhlutverkinu í konsertinum eftir Jaques Ibert. Þetta er snúin tónsmíð, laglínur einleikarans eru flúraðar og vísa í allar áttir. Það getur varla verið auðvelt að læra þær utanað. En Emilía lék blaðlaust og fipaðist aldrei. Ekki aðeins var tæknileg hlið flutningsins afburðagóð, túlkunin var fullkomlega trúverðug líka. Tónlistin er lífleg, rytmísk og snörp, en hægari hlutar eru innhverfir og draumkenndir. Hver svo sem stemningin var þá miðlaði Emilía henni áreynslulaust til áheyrenda. Það var unaður að hlýða á hana leika. Hljómsveitarstjórinn, Antonio Méndez fylgdi Emilíu líka af kostgæfni, útkoman var hárfínt samspil. Tvo önnur verk voru á dagskránni, hið fyrra var Rapsodie espagnole eftir Ravel. Rapsódía er frjálslegt tónlistarform þar sem oft er leitast við að segja sögu í tónum. Í verki Ravels er andrúmsloftið grípandi, lengi vel er tónlistin lágstemmd, en það er í henni sterk undiralda; maður hefur á tilfinningunni að eitthvað rosalegt sé í aðsigi. Músíkin rís enda upp í magnaða hápunkta, þeir eru gríðarlega áhrifamiklir. Tónlistin var enn öflugri vegna þess hve leikur hljómsveitarinnar var góður. Satt best að segja er langt síðan hún hefur spilað af slíkri nákvæmni. Sinfónían er vissulega oftast góð, en smáatriðin eru misvel útfærð. Núna var flutningurinn kraftmikill, en samt voru smæstu blæbrigði fáguð og smekklega sett fram. Það var eins og að horfa á bíómynd í óvanalega hárri upplausn, þar sem hægt er að sjá hvert hár á viðkomandi leikara, hvert gras í garðinum, hverja flugu á sveimi. Eftir hlé var áttunda sinfónían eftir Dvorák á efnisskránni. Þetta er stórbrotin tónsmíð með safaríkum laglínum og hnausþykkum hljómum sem skapa munúðarfullt andrúmsloft. Músíkin er myndræn og þegar hljómsveitin lék hana sá maður allt mögulegt fyrir sér. Aftur voru smáatriðin fínlega ofin, og meginlínur skýrt mótaðar. Strengirnir voru sérlega samtaka og fókuseraðir, og aðrir hljóðfærahópar voru pottþéttir. Krafturinn í túlkuninni var sannfærandi, það var í henni flæði og andagift sem gaman var að upplifa. Þetta var frábært!Niðurstaða: Óaðfinnanlegir tónleikar; magnaður hljómsveitarleikur, glæsilegur einleikur.
Menning Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið