Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa Helgi Þorláksson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun