Vill eftirlit úr höndum ríkisins Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Andrés Magnússon neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés.
Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira