Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2016 06:00 Taílenskir munkar búa sig undir bænahald við málverk af Vajiralongkorn, sem tekur væntanlega formlega við af föður sínum í dag eða á morgun. Fréttablaðið/EPA Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki. Kóngafólk Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki.
Kóngafólk Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira