Raunhæft að komast á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið sem keppir í forkeppni fyrir HM 2017 í Færeyjum um helgina. vísir/ernir Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag. Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira