Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 21:12 Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira