Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2016 22:15 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Vísir/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rök standa til þess að auka fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila á þessu ári. Viðræður standa nú yfir um gerð þjónustusamninga við rekstaraðila hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við aðilana um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna.Ná vonandi niðurstöðu sem fyrstKristján Þór segir að þótt eflaust megi lengi deila um hve há daggjöld til hjúkrunarheimila þurfi að vera sé orðið alveg ljóst í hans huga að það verði að styrkja rekstrargrunn þeirra frá því sem nú er. „Við verðum að finna þessum rekstri grundvöll með samningum þar sem skilgreint er hvaða þjónustu þessi heimili eiga að veita. Þar með höfum við jafnframt miklu betri og raunhæfari forsendur til að meta hve mikla fjármuni þarf til að standa undir þjónustunni. Fulltrúar okkar fjármálaráðherra munu koma að þessum viðræðum með Sjúkratryggingum Íslands og vonandi fáum við niðurstöðu í málið sem fyrst,“ segir Kristján Þór.Viðkvæm fjárhagsstaðaÍ frétt ráðuneytisins segir að viðkvæm fjárhagsstaða og þungur rekstur einkenni rekstrarumhverfi flestra hjúkrunarheimila, þótt staða einstakra heimila sé misjöfn. „Samkvæmt skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í nóvember 2014 um rekstur og afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 nam samanlagður halli hjúkrunarheimila 4,66% að jafnaði þrátt fyrir að þriðjungur heimilanna skilaði jákvæðum rekstri. Ekki er ljóst hvað veldur breytilegri rekstarafkomu og virðist hvorki stærð heimilanna né hjúkrunarþyngd íbúa á heimilunum vera fullnægjandi skýring. Það liggur þó fyrir að breyting sem gerð var á fyrirkomulagi mats á þörf fólks fyrir búsetu á hjúkrunarheimili árið 2008, samhliða hlutfallslegri fjölgun aldraðra, hefur leitt til þess að þeir sem fara inn á hjúkrunarheimili eru mun veikari en áður var og hjúkrunarþyngd íbúanna mælist að meðaltali töluvert hærri en áður,“ segir í fréttinni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rök standa til þess að auka fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila á þessu ári. Viðræður standa nú yfir um gerð þjónustusamninga við rekstaraðila hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við aðilana um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna.Ná vonandi niðurstöðu sem fyrstKristján Þór segir að þótt eflaust megi lengi deila um hve há daggjöld til hjúkrunarheimila þurfi að vera sé orðið alveg ljóst í hans huga að það verði að styrkja rekstrargrunn þeirra frá því sem nú er. „Við verðum að finna þessum rekstri grundvöll með samningum þar sem skilgreint er hvaða þjónustu þessi heimili eiga að veita. Þar með höfum við jafnframt miklu betri og raunhæfari forsendur til að meta hve mikla fjármuni þarf til að standa undir þjónustunni. Fulltrúar okkar fjármálaráðherra munu koma að þessum viðræðum með Sjúkratryggingum Íslands og vonandi fáum við niðurstöðu í málið sem fyrst,“ segir Kristján Þór.Viðkvæm fjárhagsstaðaÍ frétt ráðuneytisins segir að viðkvæm fjárhagsstaða og þungur rekstur einkenni rekstrarumhverfi flestra hjúkrunarheimila, þótt staða einstakra heimila sé misjöfn. „Samkvæmt skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í nóvember 2014 um rekstur og afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 nam samanlagður halli hjúkrunarheimila 4,66% að jafnaði þrátt fyrir að þriðjungur heimilanna skilaði jákvæðum rekstri. Ekki er ljóst hvað veldur breytilegri rekstarafkomu og virðist hvorki stærð heimilanna né hjúkrunarþyngd íbúa á heimilunum vera fullnægjandi skýring. Það liggur þó fyrir að breyting sem gerð var á fyrirkomulagi mats á þörf fólks fyrir búsetu á hjúkrunarheimili árið 2008, samhliða hlutfallslegri fjölgun aldraðra, hefur leitt til þess að þeir sem fara inn á hjúkrunarheimili eru mun veikari en áður var og hjúkrunarþyngd íbúanna mælist að meðaltali töluvert hærri en áður,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira