Sturlað ár hjá Bjössa í Mínus Sólveig Gísladóttir skrifar 18. mars 2016 10:00 Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum, flutti til Danmerkur með ástinni sinni, fór í leiklistarskóla og lætur nú að sér kveða í íslenskum leikhúsum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Honum lætur vel að túlka ógeðfellda náunga á borð við Þór í Rétti, en næst á dagskrá er íslensk hryllingsmynd. „Það kom mörgum á óvart þegar ég ákvað að flytja til Danmerkur. Konan mín vildi fara til að klára ljósmyndanámið sitt en ég var búin að láta hana bíða lengi af því að ég var að gefa út plötu á sama tíma og var í raun sjálfselskur vitleysingur. Á endanum ákvað hún að fara hvað sem ég segði og ég fylgdi auðvitað á eftir,“ segir Bjössi og brosir. Við sitjum á Kjarvalsstöðum yfir rjúkandi kaffibolla, Bjössi er hlýlegur í fasi og brosmildur, allt öðruvísi en rokktrommarinn úr Mínus sem blaðamaður var búinn að gera sér mynd af í kollinum. „Ég hafði lítið fyrir stafni fyrst um sinn, lenti í nokkurs konar „mid midlife crisis“,“ lýsir hann glettinn en segist þó smám saman hafa áttað sig á því hve frábært tækifæri væri að komast út fyrir sitt íslenska þægindasvæði og byrja upp á nýtt. „Ég vann á leikskóla í Hellerup um tíma og fór síðan í inntökupróf í leiklistarskóla og komst inn, sem ég bjóst alls ekki við.“Bjössi með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Írisi Dögg Einarsdóttur og börnunum Sölku og Stormi.Darri vakti neistann Bjössi segir leiklistaráhugann hafa blundað með sér lengi. Hins vegar hafi hann aldrei látið hann uppi enda hafi rokkarar mjög skýra mynd af því hvað leikari er. „Það er manneskjan sem stendur uppi á borði í partíi og lætur eins og hálfviti,“ segir hann og skellir upp úr. Hann veit reyndar upp á hár hvenær neistinn kviknaði. „Það var þegar ég var fenginn til að tromma í sýningunni Jesus Christ Superstar. Ég var niðri í hljómsveitargryfju að stilla trommurnar þegar ég heyri allt í einu að ofan, kallað mjóróma röddu. „Hæææ!! Hvað ertu að gera?“ Þegar ég lít upp er þar Ólafur Darri með hönd á kinn eins og kötturinn í Lísu í Undralandi, að tala við mig. Ég hugsaði með mér, djöfull er þetta skemmtilegt!“Krefjandi nám Leiklistarnámið var þriggja ára krefjandi nám. „Ég efaðist oft um ákvörðun mína og spurði mig oft: hvað er ég að gera hérna?“ segir Bjössi sem var eini útlendingurinn í nemendahópnum og kunni auk þess litla dönsku. „Fyrsta árið var mjög erfitt en allir voru mjög umburðarlyndir og einn bekkjarfélagi minn tók að sér að kenna mér hárréttan framburð enda vildi ég ekki vera þessi þarna með hreiminn.“Fjölmörg verkefni Verkefnin létu ekki á sér standa þegar Bjössi lauk námi. „Benedikt Erlingsson bauð mér að taka þátt í uppfærslu á Jeppa á Fjalli um það leyti sem ég útskrifaðist. Við urðum því að taka afar skjóta ákvörðun um hvort við vildum flytja aftur heim en þá vorum við búin að vera úti í fimm ár,“ segir Bjössi sem var stiginn um borð í flugvélina hálfum mánuði síðar. Verkefnið var enda spennandi þar sem það sameinaði áhugamál hans tvö. Hann spilaði á trommur milli þess sem hann stökk í að leika hin ýmsu hlutverk. Önnur hlutverk fylgdu í kjölfarið. Bjössi lék til dæmis stórt hlutverk í Mávinum. * „Sýningin gekk mjög vel og við erum á leið með hana til Póllands í maí,“ upplýsir hann. Auk þess hefur hann á þessu leikári leikið í Línu Langsokk, Billy Elliott og Njálu. „Þetta er búið að vera sturlað ár, ég hef eiginlega ekki gert neitt annað en að vera uppi í leikhúsi,“ segir Bjössi í Mínus en viðurnefnið fylgir honum enn í dag. Hann segist alveg sáttur við það. „Ég er oft kallaður þetta í leikhúsinu til að aðgreina mig frá hinum Bjössunum, Bjössa Thors og Bjössa ljósamanni.“Bjössi leikur í Njálu þessa dagana. Hér er hann í gervinu ásamt dóttur sinni Sölku.Fyrirtaks vondur karl Bjössi vakti óskipta athygli fyrir túlkun sína á hórmangaranum Þór í sjónvarpsþáttunum Rétti en Þór var vatnsgreiddur siðblindingi sem fékk hárin til að rísa. „Þessi karakter kom einhvern veginn bara til mín,“ segir Bjössi sem fannst skemmtileg áskorun að takast á við að skapa vonda karlinn. „Viðbrögðin voru ótrúleg og oft hitti ég fólk sem var hissa á því að ég væri ekki alger viðbjóður.“Hommi í hryllingsmynd Nú þegar um hefur hægst í leikhúsinu hefur Bjössi meiri tíma fyrir önnur verkefni. Það næsta eru tökur á kvikmynd sem fram fara í næstu viku. „Ég er að fara að leika samkynhneigðan mann í hryllingsmynd sem heitir Rökkur. Leikstjórinn er Erlingur Óttar Thoroddsen.“ Hann er glaður að fá að takast á við nýja áskorun. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og í senn skíthræddur einhvern veginn, en það heldur manni á tánum.“Býr hjá tengdó Bjössi býr ásamt eiginkonu sinni, ljósmyndaranum Írisi Dögg Einarsdóttur, og börnum þeirra tveimur, Sölku tíu ára og Stormi fjögurra ára, heima hjá tengdaforeldrum sínum. „Þegar við fluttum heim fyrir þremur árum vorum við með mikinn yfirdrátt og ástandið á húsnæðismarkaðnum eins og það er. Við vorum að leigja en svo var húsnæðið selt. Þá þurftum við að ákveða hvort við vildum leigja og eiga aldrei neinn pening, eða flytja í foreldrahús til að safna fyrir útborgun í íbúð. Við völdum seinni kostinn. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt en nú sjáum við fyrir endann á þessu.“ Bjössi segist mikill fjölskyldumaður og því hafi verið mjög erfitt að vinna svona mikið síðasta árið. „En ég var duglegur að taka dóttur mína með í leikhúsið. Það er svo fallegt hvað Borgarleikhúsið er barnvænn vinnustaður, þangað eru börnin alltaf velkomin.“Enn að spila Bjössi hefur ekki lagt kjuðana á hilluna þrátt fyrir nýjan og farsælan feril. „Ég er í hljómsveit sem heitir Skepna ásamt þeim Halli Ingólfssyni og Herði Stefánssyni,“ segir Bjössi, sem uppgötvaði snemma eftir útskrift að hann gæti alls ekki sleppt því að vera rokktrommuleikari. Reyndar sneri hann heim úr námi trommulaus og er sú saga sorgleg en með fallegum endi.Bjössi fékk trommusett að gjöf. frá Írisi Dögg, en það er fallegasta gjöf sem honum hefur hlotnast.Grét nánast af gleði Bjössi átti tvö trommusett. „Eitt Premier-sett og svo Ludwig-sett í stíl Ringo Starr frá árinu 1967 sem ég erfði eftir föður minn og þótti afar vænt um. Premier-settið eyðilagðist árið 2010 þegar skemmtistaðurinn Batteríið brann,“ rifjar Bjössi upp en gamla settið pabba síns fór hann með til Danmerkur. „Ég var að dunda mér við að gera það upp og fékk að geyma það uppi í skóla á meðan ég skrapp til Íslands yfir sumartímann. Þegar ég kom heim úr sumarfríi komst ég að því að skólastjórinn hafði hent settinu í ógáti og sú uppgötvun var mjög tilfinningaþrungin.“ Íris Dögg huggaði manninn sinn eftir bestu getu. „Við höfum verið saman í fimmtán ár og gift í fimm. Hún hefur séð mínar bestu og verstu stundir,“ segir Bjössi og greinilegt að væntumþykjan er mikil á báða bóga. Það var svo í haust að hún bauð honum á stefnumót. „Ég fór í mitt fínasta, keypti blóm og gjöf handa henni. Ég fór að sækja hana á vinnustofuna hennar og hún tók á móti mér gullfalleg að vanda. Hún fór með mig í stúdíóið sitt og þar beið mín uppsett silfurgljáandi Ludwig-trommusett af sömu týpu og pabbi átti, skreytt hvítum blöðrum,“ segir Bjössi og gleðin skín úr augunum. „Ég get varla lýst tilfinningunni en orðatiltækið að gráta af gleði hefur aðra þýðingu en áður.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum, flutti til Danmerkur með ástinni sinni, fór í leiklistarskóla og lætur nú að sér kveða í íslenskum leikhúsum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Honum lætur vel að túlka ógeðfellda náunga á borð við Þór í Rétti, en næst á dagskrá er íslensk hryllingsmynd. „Það kom mörgum á óvart þegar ég ákvað að flytja til Danmerkur. Konan mín vildi fara til að klára ljósmyndanámið sitt en ég var búin að láta hana bíða lengi af því að ég var að gefa út plötu á sama tíma og var í raun sjálfselskur vitleysingur. Á endanum ákvað hún að fara hvað sem ég segði og ég fylgdi auðvitað á eftir,“ segir Bjössi og brosir. Við sitjum á Kjarvalsstöðum yfir rjúkandi kaffibolla, Bjössi er hlýlegur í fasi og brosmildur, allt öðruvísi en rokktrommarinn úr Mínus sem blaðamaður var búinn að gera sér mynd af í kollinum. „Ég hafði lítið fyrir stafni fyrst um sinn, lenti í nokkurs konar „mid midlife crisis“,“ lýsir hann glettinn en segist þó smám saman hafa áttað sig á því hve frábært tækifæri væri að komast út fyrir sitt íslenska þægindasvæði og byrja upp á nýtt. „Ég vann á leikskóla í Hellerup um tíma og fór síðan í inntökupróf í leiklistarskóla og komst inn, sem ég bjóst alls ekki við.“Bjössi með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Írisi Dögg Einarsdóttur og börnunum Sölku og Stormi.Darri vakti neistann Bjössi segir leiklistaráhugann hafa blundað með sér lengi. Hins vegar hafi hann aldrei látið hann uppi enda hafi rokkarar mjög skýra mynd af því hvað leikari er. „Það er manneskjan sem stendur uppi á borði í partíi og lætur eins og hálfviti,“ segir hann og skellir upp úr. Hann veit reyndar upp á hár hvenær neistinn kviknaði. „Það var þegar ég var fenginn til að tromma í sýningunni Jesus Christ Superstar. Ég var niðri í hljómsveitargryfju að stilla trommurnar þegar ég heyri allt í einu að ofan, kallað mjóróma röddu. „Hæææ!! Hvað ertu að gera?“ Þegar ég lít upp er þar Ólafur Darri með hönd á kinn eins og kötturinn í Lísu í Undralandi, að tala við mig. Ég hugsaði með mér, djöfull er þetta skemmtilegt!“Krefjandi nám Leiklistarnámið var þriggja ára krefjandi nám. „Ég efaðist oft um ákvörðun mína og spurði mig oft: hvað er ég að gera hérna?“ segir Bjössi sem var eini útlendingurinn í nemendahópnum og kunni auk þess litla dönsku. „Fyrsta árið var mjög erfitt en allir voru mjög umburðarlyndir og einn bekkjarfélagi minn tók að sér að kenna mér hárréttan framburð enda vildi ég ekki vera þessi þarna með hreiminn.“Fjölmörg verkefni Verkefnin létu ekki á sér standa þegar Bjössi lauk námi. „Benedikt Erlingsson bauð mér að taka þátt í uppfærslu á Jeppa á Fjalli um það leyti sem ég útskrifaðist. Við urðum því að taka afar skjóta ákvörðun um hvort við vildum flytja aftur heim en þá vorum við búin að vera úti í fimm ár,“ segir Bjössi sem var stiginn um borð í flugvélina hálfum mánuði síðar. Verkefnið var enda spennandi þar sem það sameinaði áhugamál hans tvö. Hann spilaði á trommur milli þess sem hann stökk í að leika hin ýmsu hlutverk. Önnur hlutverk fylgdu í kjölfarið. Bjössi lék til dæmis stórt hlutverk í Mávinum. * „Sýningin gekk mjög vel og við erum á leið með hana til Póllands í maí,“ upplýsir hann. Auk þess hefur hann á þessu leikári leikið í Línu Langsokk, Billy Elliott og Njálu. „Þetta er búið að vera sturlað ár, ég hef eiginlega ekki gert neitt annað en að vera uppi í leikhúsi,“ segir Bjössi í Mínus en viðurnefnið fylgir honum enn í dag. Hann segist alveg sáttur við það. „Ég er oft kallaður þetta í leikhúsinu til að aðgreina mig frá hinum Bjössunum, Bjössa Thors og Bjössa ljósamanni.“Bjössi leikur í Njálu þessa dagana. Hér er hann í gervinu ásamt dóttur sinni Sölku.Fyrirtaks vondur karl Bjössi vakti óskipta athygli fyrir túlkun sína á hórmangaranum Þór í sjónvarpsþáttunum Rétti en Þór var vatnsgreiddur siðblindingi sem fékk hárin til að rísa. „Þessi karakter kom einhvern veginn bara til mín,“ segir Bjössi sem fannst skemmtileg áskorun að takast á við að skapa vonda karlinn. „Viðbrögðin voru ótrúleg og oft hitti ég fólk sem var hissa á því að ég væri ekki alger viðbjóður.“Hommi í hryllingsmynd Nú þegar um hefur hægst í leikhúsinu hefur Bjössi meiri tíma fyrir önnur verkefni. Það næsta eru tökur á kvikmynd sem fram fara í næstu viku. „Ég er að fara að leika samkynhneigðan mann í hryllingsmynd sem heitir Rökkur. Leikstjórinn er Erlingur Óttar Thoroddsen.“ Hann er glaður að fá að takast á við nýja áskorun. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og í senn skíthræddur einhvern veginn, en það heldur manni á tánum.“Býr hjá tengdó Bjössi býr ásamt eiginkonu sinni, ljósmyndaranum Írisi Dögg Einarsdóttur, og börnum þeirra tveimur, Sölku tíu ára og Stormi fjögurra ára, heima hjá tengdaforeldrum sínum. „Þegar við fluttum heim fyrir þremur árum vorum við með mikinn yfirdrátt og ástandið á húsnæðismarkaðnum eins og það er. Við vorum að leigja en svo var húsnæðið selt. Þá þurftum við að ákveða hvort við vildum leigja og eiga aldrei neinn pening, eða flytja í foreldrahús til að safna fyrir útborgun í íbúð. Við völdum seinni kostinn. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt en nú sjáum við fyrir endann á þessu.“ Bjössi segist mikill fjölskyldumaður og því hafi verið mjög erfitt að vinna svona mikið síðasta árið. „En ég var duglegur að taka dóttur mína með í leikhúsið. Það er svo fallegt hvað Borgarleikhúsið er barnvænn vinnustaður, þangað eru börnin alltaf velkomin.“Enn að spila Bjössi hefur ekki lagt kjuðana á hilluna þrátt fyrir nýjan og farsælan feril. „Ég er í hljómsveit sem heitir Skepna ásamt þeim Halli Ingólfssyni og Herði Stefánssyni,“ segir Bjössi, sem uppgötvaði snemma eftir útskrift að hann gæti alls ekki sleppt því að vera rokktrommuleikari. Reyndar sneri hann heim úr námi trommulaus og er sú saga sorgleg en með fallegum endi.Bjössi fékk trommusett að gjöf. frá Írisi Dögg, en það er fallegasta gjöf sem honum hefur hlotnast.Grét nánast af gleði Bjössi átti tvö trommusett. „Eitt Premier-sett og svo Ludwig-sett í stíl Ringo Starr frá árinu 1967 sem ég erfði eftir föður minn og þótti afar vænt um. Premier-settið eyðilagðist árið 2010 þegar skemmtistaðurinn Batteríið brann,“ rifjar Bjössi upp en gamla settið pabba síns fór hann með til Danmerkur. „Ég var að dunda mér við að gera það upp og fékk að geyma það uppi í skóla á meðan ég skrapp til Íslands yfir sumartímann. Þegar ég kom heim úr sumarfríi komst ég að því að skólastjórinn hafði hent settinu í ógáti og sú uppgötvun var mjög tilfinningaþrungin.“ Íris Dögg huggaði manninn sinn eftir bestu getu. „Við höfum verið saman í fimmtán ár og gift í fimm. Hún hefur séð mínar bestu og verstu stundir,“ segir Bjössi og greinilegt að væntumþykjan er mikil á báða bóga. Það var svo í haust að hún bauð honum á stefnumót. „Ég fór í mitt fínasta, keypti blóm og gjöf handa henni. Ég fór að sækja hana á vinnustofuna hennar og hún tók á móti mér gullfalleg að vanda. Hún fór með mig í stúdíóið sitt og þar beið mín uppsett silfurgljáandi Ludwig-trommusett af sömu týpu og pabbi átti, skreytt hvítum blöðrum,“ segir Bjössi og gleðin skín úr augunum. „Ég get varla lýst tilfinningunni en orðatiltækið að gráta af gleði hefur aðra þýðingu en áður.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira