NBA: San Antonio búið að vinna fyrstu 34 heimaleiki tímabilsins | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 07:00 San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira