Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 18. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. Fréttablaðið/EPA Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira