McCartney vill lögin sín aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. mars 2016 20:28 McCartney ætti að öðlast réttinn aftur af elstu lögum Bítlanna. Visir/Getty Bítillinn Paul McCartney reynir nú hvað hann getur til þess að öðlast aftur höfundarétt af nokkrum laga sinna. Hann hefur hafið lögfræðiferli í Bandaríkjunum sem samkvæmt höfundarréttarlögum þar ætti að veita honum á ný höfundaréttinn að lögum hans sem eru eldri en 56 ára. Á næsta ári verða tónsmíðar hans frá árunum 1962 – 1964 afturkræf til höfunda og þar með elstu lögin Bítlalögin. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti hann þá að öðlast réttinn af lögum platnanna Please, please me, With the Beatles, Meet the Beatles og Hard Days Night á ný. Einhver bið verður þó á því að hann geti sótt um að fá réttinn af restinni aftur.nordicphotos/afpBítlarnir sviknir McCartney og félagar misstu réttindin af Bítlalögunum árið 1967 eftir að fyrirtækið Northern songs, sem var stofnað til þess að halda utan um höfundarrétt þeirra, var sett á opinn hlutabréfamarkað. Þar var hljómsveitin svikin af meðeigendum þeirra sem áttu stærri hlut í fyrirtækinu en allir liðsmenn sveitarinnar. Þeir settu fyrirtækið á sölu án þess að tilkynna hljómsveitinni það og seldu til ATV Music áður en Bítlarnir fengu tækifæri til þess að bregðast við. Fyrirtækið átti einnig höfundarétt laga listamanna á borð við Little Richards, Pointer Sisters og Pat Benatar. Þetta þýðir þó ekki að McCartney hafi ekki fengið greitt þegar lög hans hafa verið notuð, til dæmis í auglýsingar eða bíómyndir, heldur bara að hann hafi ekki fengið neitt um það að segja hvar og hvenær þau voru nýtt. Það var svo tónlistarmaðurinn Michael Jackson sem keypti fyrirtækið á níunda áratugnum sem skapaði mikla togstreitu í sambandi hans og McCartney sem var vel til vina. Áður höfðu þeir unnið þó nokkuð saman, m.a. í lögunum „Say, say, say“ og „The girl is mine“. Jackson seldi svo sinn hlut í fyrirtækinu til Sony árið 1995. Ættingjar John Lennon geta ekki endurheimt höfundarétt hans að lögunum sem þeir McCartney sömdu saman því Yoko Ono seldi hlut hans til ATV/Sony árið 2009 og gerði við þá samning sem nær yfir þau 70 ár sem höfundarréttur gildir. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Bítillinn Paul McCartney reynir nú hvað hann getur til þess að öðlast aftur höfundarétt af nokkrum laga sinna. Hann hefur hafið lögfræðiferli í Bandaríkjunum sem samkvæmt höfundarréttarlögum þar ætti að veita honum á ný höfundaréttinn að lögum hans sem eru eldri en 56 ára. Á næsta ári verða tónsmíðar hans frá árunum 1962 – 1964 afturkræf til höfunda og þar með elstu lögin Bítlalögin. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti hann þá að öðlast réttinn af lögum platnanna Please, please me, With the Beatles, Meet the Beatles og Hard Days Night á ný. Einhver bið verður þó á því að hann geti sótt um að fá réttinn af restinni aftur.nordicphotos/afpBítlarnir sviknir McCartney og félagar misstu réttindin af Bítlalögunum árið 1967 eftir að fyrirtækið Northern songs, sem var stofnað til þess að halda utan um höfundarrétt þeirra, var sett á opinn hlutabréfamarkað. Þar var hljómsveitin svikin af meðeigendum þeirra sem áttu stærri hlut í fyrirtækinu en allir liðsmenn sveitarinnar. Þeir settu fyrirtækið á sölu án þess að tilkynna hljómsveitinni það og seldu til ATV Music áður en Bítlarnir fengu tækifæri til þess að bregðast við. Fyrirtækið átti einnig höfundarétt laga listamanna á borð við Little Richards, Pointer Sisters og Pat Benatar. Þetta þýðir þó ekki að McCartney hafi ekki fengið greitt þegar lög hans hafa verið notuð, til dæmis í auglýsingar eða bíómyndir, heldur bara að hann hafi ekki fengið neitt um það að segja hvar og hvenær þau voru nýtt. Það var svo tónlistarmaðurinn Michael Jackson sem keypti fyrirtækið á níunda áratugnum sem skapaði mikla togstreitu í sambandi hans og McCartney sem var vel til vina. Áður höfðu þeir unnið þó nokkuð saman, m.a. í lögunum „Say, say, say“ og „The girl is mine“. Jackson seldi svo sinn hlut í fyrirtækinu til Sony árið 1995. Ættingjar John Lennon geta ekki endurheimt höfundarétt hans að lögunum sem þeir McCartney sömdu saman því Yoko Ono seldi hlut hans til ATV/Sony árið 2009 og gerði við þá samning sem nær yfir þau 70 ár sem höfundarréttur gildir.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira