Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2016 13:21 Måns Zelmerlöw vann Eurovision í fyrra með lagið Heroes en atriðið sjálft hefur haft mikil áhrif á aðra flytjendur í undankeppnum í Evrópu. Vísir/YouTube Måns Zelmerlöw heillaði ekki aðeins áhorfendur Eurovision með frábærum flutningi á sigurlaginu Heroes í Vín í Austurríki í fyrra heldur vakti sviðsframkonan ekki síður athygli. Um var að ræða samspil manns og tækni en Måns hreyfði sig í takt við grafík sem var varpað fram á LED-skjá fyrir aftan hann þannig að svo virtist sem grafíkin og Måns rynnu saman.Einn af fylgifiskum Eurovision-keppninnar er sá að fram kemur sigurvegari sem á eftir að hafa mikil áhrif á næstu keppnir þar á eftir. Fiðlan gekk til að mynda í endurnýjun lífdaga eftir að hinn norski Alexander Rybak bar sigurorð í keppninni með Fairytale árið 2009.Þá gætir enn áhrifa hinnar sænsku Loreen sem vann árið 2012.Fjallað er um Måns-áhrifin á vefnum Eurovisionary en þar er sagt frá eistneska söngvaranum Mick Pedaja sem flutti lagið Seis í undankeppni Eista fyrir Eurovision. Pedaja náði inn í úrslitin í heimalandi sínu en Eistar völdu Jüri Pootsmann sem sinn fulltrúa með lagið Play. Á meðan hann flutti lagið varð Pedaja hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hann og þótti tóna vel við lagið sjálft sem er sveipað mikilli dulúð.Áhrifa Måns gætti einnig í Melodifestivalen í Svíþjóð, sem er undankeppnin fyrir Eurovision þar í landi. Hin nítján ára gamla Wiktoria nýtti sér sömu tækni og Måns á meðan hún flutti lagið Save Me. Líkt og Pedaja varð hún hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hana. Hún hafnaði í fjórða sæti í Melodifestivalen en Svíar völdu hinn sautján ára gamla Frans sem sinn fulltrúa með lagið If I were sorry.Þá nefnir Eurovisionary til sögunnar atriði Gretu Salóme í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem augljósasta dæmið um hvaða áhrif atriði Måns hafði. Greta Salóme varð hlutskörpustu í keppninni hér heima með lagið Hear Them Calling en líkt og Måns hreyfir Greta Salóme sig í takt við grafík sem birtist fyrir aftan hana á meðan hún flutti lagið.Segir á vef Eurovisionary að sviðsframkoma Gretu sé mögulega framför á því sem Måns bauð upp á þegar kemur að samspili flytjandans og grafíkurinnar. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Stokkhólmi daganna 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24 Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52 Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00 Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Svíar senda Bieber-skotið lag í Eurovision Frans flytur lagið If i were sorry 12. mars 2016 21:38 Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Måns Zelmerlöw heillaði ekki aðeins áhorfendur Eurovision með frábærum flutningi á sigurlaginu Heroes í Vín í Austurríki í fyrra heldur vakti sviðsframkonan ekki síður athygli. Um var að ræða samspil manns og tækni en Måns hreyfði sig í takt við grafík sem var varpað fram á LED-skjá fyrir aftan hann þannig að svo virtist sem grafíkin og Måns rynnu saman.Einn af fylgifiskum Eurovision-keppninnar er sá að fram kemur sigurvegari sem á eftir að hafa mikil áhrif á næstu keppnir þar á eftir. Fiðlan gekk til að mynda í endurnýjun lífdaga eftir að hinn norski Alexander Rybak bar sigurorð í keppninni með Fairytale árið 2009.Þá gætir enn áhrifa hinnar sænsku Loreen sem vann árið 2012.Fjallað er um Måns-áhrifin á vefnum Eurovisionary en þar er sagt frá eistneska söngvaranum Mick Pedaja sem flutti lagið Seis í undankeppni Eista fyrir Eurovision. Pedaja náði inn í úrslitin í heimalandi sínu en Eistar völdu Jüri Pootsmann sem sinn fulltrúa með lagið Play. Á meðan hann flutti lagið varð Pedaja hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hann og þótti tóna vel við lagið sjálft sem er sveipað mikilli dulúð.Áhrifa Måns gætti einnig í Melodifestivalen í Svíþjóð, sem er undankeppnin fyrir Eurovision þar í landi. Hin nítján ára gamla Wiktoria nýtti sér sömu tækni og Måns á meðan hún flutti lagið Save Me. Líkt og Pedaja varð hún hluti af grafíkinni sem birtist á skjánum fyrir aftan hana. Hún hafnaði í fjórða sæti í Melodifestivalen en Svíar völdu hinn sautján ára gamla Frans sem sinn fulltrúa með lagið If I were sorry.Þá nefnir Eurovisionary til sögunnar atriði Gretu Salóme í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem augljósasta dæmið um hvaða áhrif atriði Måns hafði. Greta Salóme varð hlutskörpustu í keppninni hér heima með lagið Hear Them Calling en líkt og Måns hreyfir Greta Salóme sig í takt við grafík sem birtist fyrir aftan hana á meðan hún flutti lagið.Segir á vef Eurovisionary að sviðsframkoma Gretu sé mögulega framför á því sem Måns bauð upp á þegar kemur að samspili flytjandans og grafíkurinnar. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Stokkhólmi daganna 10., 12. og 14. maí næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24 Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52 Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00 Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Svíar senda Bieber-skotið lag í Eurovision Frans flytur lagið If i were sorry 12. mars 2016 21:38 Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í ár. 10. mars 2016 10:24
Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision Hin finnska Sandhja og norska Agnete munu stíga á svið í Stokkhólmi í maí. 28. febrúar 2016 10:52
Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? Vísir leitaði til álitsgjafa í leitinni og er niðurstaðan nokkuð afgerandi. 6. febrúar 2016 19:00
Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01
Dregið í riðla í Eurovision: Ísland með seinni atriðum á fyrra undankvöldinu 18 lönd keppa um tíu sæti á fyrra undankvöldinu 10. maí. 25. janúar 2016 10:50
Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00
Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Val dómnefndar og almennings tilkynnt í sitthvoru lagi. 18. febrúar 2016 10:33
Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23