Óásættanleg tillaga Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar