Mæðgur kljást við sama fiskinn á sama tíma Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2016 11:00 Ásta Dís og Þuríður Anna með bleikjuna sem tók hjá þeim báðum á sama tíma. Það er afar sjaldgæft að heyra sögur af því að sami fiskurinn sé þreyttur af tveimur veiðimönnum á sama tíma hvað þá að mæðgur séu að togast á um sama fiskinn. Veiðivísir hefur frá stofnun aðeins greint frá einu slíku tilfelli að sami fiksurinn hafi verið þreyttur af tveimur veiðimönnum á sama tíma og var það á ION svæðinu við Þingvallavatn í fyrra. Ásta Dís Óladóttir var ásamt dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum við veiðar í Efri Haukadalsá þegar þær mægður settu í sama fiskinn og upphófst mikil barátta sem Ásta Dís segir okkur frá í eftirfarandi pósti. "Við Þuríður Anna vorum við veiðar í ósnum í Efri Haukadalsá, alveg við vatnið. Þetta var síðasta vaktin okkar en síðustu dagar höfðu verið mjög gjöfulir. Fallegar bleikjur sem komu úr vatninu lágu þarna í röðum. Við stöndum mægurnar á sitthvorum bakkanum og erum að veiða á móti hvor annarri. Þurý var búin að veiða þó nokkuð margar á sína eigin flugustöng en ákvað að prófa maðkastöngina. Ég er eitthvað að leiðbeina henni og því er flugan mín bara á dauðareki. Það er nartað í maðkinn hjá henni og hún kippir upp. Allt í einu er á hjá okkur báðum og við byrjum að draga inn. Þá skyndilega áttum við okkur á því að þetta er sami fiskurinn. Ég var nokkuð viss um að ég hefði húkkað hann en nei, hann var búinn að kokgleypa bæði maðkinn hjá henni og litla sunrayinn hjá mér. Upphófst mikið ævintýri að landa fisknum, sem var um 2 punda bleikja og Þurý ákvað að fara varlega yfir á bakkann til mín. Hún gekk af stað upp í ánna og við gættum þess báðar að halda línunum nógu strekktum allan tímann. Á land kom hann og það var talsverð flækja ofan í honum, en tókst að losa þetta allt saman úr. Stórskemmtilegt ævintýri í frábærri á. Þótt Þurý sé bara að verða 11 ára gömul þá hefur hún veitt tugi laxa og bleikjur í gegnum árin, fyrir utan að hún er forfallin dorgari. Áhugi Þurýjar á veiði kviknaði í Laxá í Refasveit 2012 þegar hún fékk maríulaxinn sinn, 7 ára gömul. Síðan þá hefur hún veitt fjölmarga laxa og hennar stærsti hingað til var í Ytri Rangá 2013 þegar hún fékk 76 cm hryggnu, sem fór í klakkistu. Þurý var afar ósátt við að setja hryggnuna í klakkistuna þar sem þetta var stærsti laxinn sem veiddist í þeirri ferð, svo ósátt að hún var ekkert spennt yfir þeim 11 löxum sem hún veiddi alvega sjálf til viðbótar í þeirri ferð. Hún hlær að þessu í dag, en þetta var mjög alvarlegt mál á sínum tíma." Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Það er afar sjaldgæft að heyra sögur af því að sami fiskurinn sé þreyttur af tveimur veiðimönnum á sama tíma hvað þá að mæðgur séu að togast á um sama fiskinn. Veiðivísir hefur frá stofnun aðeins greint frá einu slíku tilfelli að sami fiksurinn hafi verið þreyttur af tveimur veiðimönnum á sama tíma og var það á ION svæðinu við Þingvallavatn í fyrra. Ásta Dís Óladóttir var ásamt dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum við veiðar í Efri Haukadalsá þegar þær mægður settu í sama fiskinn og upphófst mikil barátta sem Ásta Dís segir okkur frá í eftirfarandi pósti. "Við Þuríður Anna vorum við veiðar í ósnum í Efri Haukadalsá, alveg við vatnið. Þetta var síðasta vaktin okkar en síðustu dagar höfðu verið mjög gjöfulir. Fallegar bleikjur sem komu úr vatninu lágu þarna í röðum. Við stöndum mægurnar á sitthvorum bakkanum og erum að veiða á móti hvor annarri. Þurý var búin að veiða þó nokkuð margar á sína eigin flugustöng en ákvað að prófa maðkastöngina. Ég er eitthvað að leiðbeina henni og því er flugan mín bara á dauðareki. Það er nartað í maðkinn hjá henni og hún kippir upp. Allt í einu er á hjá okkur báðum og við byrjum að draga inn. Þá skyndilega áttum við okkur á því að þetta er sami fiskurinn. Ég var nokkuð viss um að ég hefði húkkað hann en nei, hann var búinn að kokgleypa bæði maðkinn hjá henni og litla sunrayinn hjá mér. Upphófst mikið ævintýri að landa fisknum, sem var um 2 punda bleikja og Þurý ákvað að fara varlega yfir á bakkann til mín. Hún gekk af stað upp í ánna og við gættum þess báðar að halda línunum nógu strekktum allan tímann. Á land kom hann og það var talsverð flækja ofan í honum, en tókst að losa þetta allt saman úr. Stórskemmtilegt ævintýri í frábærri á. Þótt Þurý sé bara að verða 11 ára gömul þá hefur hún veitt tugi laxa og bleikjur í gegnum árin, fyrir utan að hún er forfallin dorgari. Áhugi Þurýjar á veiði kviknaði í Laxá í Refasveit 2012 þegar hún fékk maríulaxinn sinn, 7 ára gömul. Síðan þá hefur hún veitt fjölmarga laxa og hennar stærsti hingað til var í Ytri Rangá 2013 þegar hún fékk 76 cm hryggnu, sem fór í klakkistu. Þurý var afar ósátt við að setja hryggnuna í klakkistuna þar sem þetta var stærsti laxinn sem veiddist í þeirri ferð, svo ósátt að hún var ekkert spennt yfir þeim 11 löxum sem hún veiddi alvega sjálf til viðbótar í þeirri ferð. Hún hlær að þessu í dag, en þetta var mjög alvarlegt mál á sínum tíma."
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði