Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í forystusæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sameiginlegt prófkjör er haldið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin, norður og suður og fer það fram þann 3. september.
Guðlaugur segist í samtali við Vísi búast við því að prófkjörsbaráttan byrji á fullu í næstu viku. Guðlaugur Þór var í fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Þá var hann heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009.
Efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 2013 voru skipuð af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Illuga Gunnarssyni. Hanna Birna hefur tilkynnt að hún hyggist hætta á þingi eftir kosningarnar í haust.
Guðlaugur Þór stefnir á forystusæti

Tengdar fréttir

Hanna Birna hættir á þingi
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til setu á þingi í næstu kosningum.