Lífið

Arnar fékk hvatningu frá föður sínum: „Ekki fara vinna, vertu bara listamaður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar og Helgi verða í næsta þætti.
Arnar og Helgi verða í næsta þætti. vísir
„Ég var búinn að hugsa lengi hvað ég ætti að gera um það leyti sem ég var að klára skólann. Ég er að drekka með pabba mínum þegar hann segir við mig; Arnar, ekki fara að vinna, vertu bara listamaður, fyrst þú getur það vertu þá fokking listamaður,“ segir Arnar Freyr Frostason sem myndar teymið Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi Guðmyndssyni en fjallar verður um þá tvo í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem verður á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

„Það var svo gott að heyra þetta frá pabba sínum. Ég hafði aldrei spurt hann út í þetta, því við komum bara að norðan og eru af verkafólki komnir. Þetta var það eina sem ég þurfti og eftir þetta samtal ætlaði ég mér bara að vera listamaður.“

Í þættinum verður einnig rætt við GKR og Cyber en brot úr næsta þætti má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Bent grjótharður í Rapp í Reykjavík - Myndband

"Af hverju er ég búinn að vera tala svona mikið um partýhald? Mér finnst ég vera búinn að finna mína sérstöðu þar,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, rappari, sem verður í viðtali við Dóra DNA í næsta þætti af Rapp í Reykjavík.

Meiri athygli á Tinder eftir Morgunmat

Tónlistarmaðurinn GKR verður til umfjöllunar í næsta þætti af Rapp í Reykjavík en hann sló rækilega í gegn með lagi sínu Morgunmatur.

Hörkumyndband frá Shades of Reykjavík

Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, verða til umfjöllunar í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Stunduðu það að taka hið alræmda ofskynjunarlyf Ayahuasca

Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, verða til umfjöllunar í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×