Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 16:01 Anders Hamsten, til vinstri, hefur sagt af sér vegna máls Macchiarini. mynd/karolinska og vísir/epa Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13
Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53