Friðarsamkomulag upp á von og óvon Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Móðir flýr ásamt börnum sínum undan loftárásum stjórnarhersins á bæinn Kafr Batna, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus. nordicphotos/AFP „Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira