Stundum þarf trylling í sálina Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. febrúar 2016 11:00 Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson eða Kött Grá Pje verður með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum í kvöld. mynd/stefán Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar „trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. Stendur eitthvað til um helgina? Já, aldeilis. Í kvöld verð ég með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum. Þú ert hjartanlega velkomin.Ætlarðu ekki á Norðlendingakvöldið á Spot? Nei. Ég er í banni frá Spot. Þar að auki eru Norðlendingar ómögulegir saman, rífast og slást og eru til leiðinda. Akureyringar hata Ólafsfirðinga, Ólafsfirðingarnir Svarfdæli og Húsvíkingar hata alla. Drottinn minn dýri, nei!Eitthvert sérstakt ritúal fyrir tónleika? Ekki beinlínis. En ég vil síður þurfa að ræða við fólk í u.þ.b. klukkutíma áður en ég stíg á svið. Á þá bara í innri díalóg við sjálfan mig og Maa Kali.Færðu sviðsskrekk? Ekki beinlínis. En þegar ég veit af börnum meðal áheyrenda verð ég örlítið ringlaður. Ég kann vel við mörg börn en skil þau alls ekki.Daginn eftir tónleika? Ég reyni að taka því rólega með kettinum mínum. Hlusta á Debussy eða Edgar Froese og baka hafraklatta eða eitthvað þvíumlíkt.Hvernig eru venjulegir laugardagar hjá þér? Ómerkilegir. Helst vil ég sitja allan liðlangan daginn og skrifa. En stundum neyðist ég í buxur og eitthvað út. Það er vont.En venjulegir sunnudagar? Hægir. Eins og vera ber. Svipaðir laugardögum. Ef ég kæmist upp með það færi ég aldrei út úr húsi.Vinnurðu við eitthvað annað en tónlist? Já, biddu fyrir þér. Ég vinn við áhættustýringu á verðbréfasviði Arion banka.Hvað færðu þér í morgunmat um helgar? Kalda pítsu.Sefurðu fram eftir eða drífur þig á fætur? Ég reyni að sofa þar til ég er ekki lengur þreyttur. Þá dríf ég mig á fætur.Bókin á náttborðinu? A Study in Emerald eftir Neil Gaiman og Biblían. Báðar mjög fyndnar.Hvað ertu að hlusta á? Ég er aðallega að hlusta á grunna að lögum sem ég er að vinna að. En líka danskan rappara sem heitir Sivas og þjóðlagasöngkonuna Karen Dalton.Út að borða eða elda heima? Mér finnst róandi að matbúa og geri það gjarnan en þegar mig langar í franskar fer ég út. Það er ógeðslegt að djúpsteikja heima.Út á lífið eða sófakvöld yfir sjónvarpinu? Hvort tveggja. Mér finnst gott að húka í sófanum en stundum þarf maður trylling í sálina og næturlíf er nákvæmlega það.Uppáhalds laugardagsnammið? Kirsuber, rioja og sætir kapítalistar.Sinnepið undir eða ofan á pylsuna?Ofan á bulsuna.Hvað er annað að frétta? Allt of mikið. Ég kann ekki við annir. Er að vinna að plötu, leggja lokahönd á mitt annað örsagnasafn og undirbúa ritlistarsmiðju fyrir krakka með vinkonu minni, Viktoríu Blöndal. Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar „trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. Stendur eitthvað til um helgina? Já, aldeilis. Í kvöld verð ég með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum. Þú ert hjartanlega velkomin.Ætlarðu ekki á Norðlendingakvöldið á Spot? Nei. Ég er í banni frá Spot. Þar að auki eru Norðlendingar ómögulegir saman, rífast og slást og eru til leiðinda. Akureyringar hata Ólafsfirðinga, Ólafsfirðingarnir Svarfdæli og Húsvíkingar hata alla. Drottinn minn dýri, nei!Eitthvert sérstakt ritúal fyrir tónleika? Ekki beinlínis. En ég vil síður þurfa að ræða við fólk í u.þ.b. klukkutíma áður en ég stíg á svið. Á þá bara í innri díalóg við sjálfan mig og Maa Kali.Færðu sviðsskrekk? Ekki beinlínis. En þegar ég veit af börnum meðal áheyrenda verð ég örlítið ringlaður. Ég kann vel við mörg börn en skil þau alls ekki.Daginn eftir tónleika? Ég reyni að taka því rólega með kettinum mínum. Hlusta á Debussy eða Edgar Froese og baka hafraklatta eða eitthvað þvíumlíkt.Hvernig eru venjulegir laugardagar hjá þér? Ómerkilegir. Helst vil ég sitja allan liðlangan daginn og skrifa. En stundum neyðist ég í buxur og eitthvað út. Það er vont.En venjulegir sunnudagar? Hægir. Eins og vera ber. Svipaðir laugardögum. Ef ég kæmist upp með það færi ég aldrei út úr húsi.Vinnurðu við eitthvað annað en tónlist? Já, biddu fyrir þér. Ég vinn við áhættustýringu á verðbréfasviði Arion banka.Hvað færðu þér í morgunmat um helgar? Kalda pítsu.Sefurðu fram eftir eða drífur þig á fætur? Ég reyni að sofa þar til ég er ekki lengur þreyttur. Þá dríf ég mig á fætur.Bókin á náttborðinu? A Study in Emerald eftir Neil Gaiman og Biblían. Báðar mjög fyndnar.Hvað ertu að hlusta á? Ég er aðallega að hlusta á grunna að lögum sem ég er að vinna að. En líka danskan rappara sem heitir Sivas og þjóðlagasöngkonuna Karen Dalton.Út að borða eða elda heima? Mér finnst róandi að matbúa og geri það gjarnan en þegar mig langar í franskar fer ég út. Það er ógeðslegt að djúpsteikja heima.Út á lífið eða sófakvöld yfir sjónvarpinu? Hvort tveggja. Mér finnst gott að húka í sófanum en stundum þarf maður trylling í sálina og næturlíf er nákvæmlega það.Uppáhalds laugardagsnammið? Kirsuber, rioja og sætir kapítalistar.Sinnepið undir eða ofan á pylsuna?Ofan á bulsuna.Hvað er annað að frétta? Allt of mikið. Ég kann ekki við annir. Er að vinna að plötu, leggja lokahönd á mitt annað örsagnasafn og undirbúa ritlistarsmiðju fyrir krakka með vinkonu minni, Viktoríu Blöndal.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira