Langþráðir bikararar á leiðinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2016 06:00 Fyrirliðar karlaliðanna með bikarinn. vísir/ernir Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. KR-ingar reyna við þann bikar sem Vesturbæingum hefur gengið hvað verst að klófesta á síðustu árum en á sama tíma ætla Þorlákshafnarbúar að mála Höllin græna og hjálpa Þórsurum að vinna bikarinn í fyrsta úrslitaleik sínum í Höllinni.Ríkjandi bikarmeistaralið Grindavíkur getur orðið fyrsta kvennaliðið í fjórtán ár til að vinna bikarinn tvö ár í röð en til þess að svo verði þurfa Grindavíkurkonur að vinna Íslandsmeistara Snæfells sem eru á eftir sínum fyrsta bikarmeistaratitli.Fá öll atkvæði nema tvö Fréttablaðið fékk leikmenn úr Domino´s deildunum til þess að spá fyrir um úrslitin í bikarúrslitaleikjunum sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag. KR verður bikarmeistari karla en sex af átta leikmönnum Domino´s deildar karla sem tóku þátt í könnun okkar spá KR-sigri á móti Þór í úrslitaleiknum í dag. Þeir tveir sem spá sigri Þórs sjá einnig fyrir sér rosalegar körfur á lokasekúndunum. Annar þeirra sem hefur trú á Þórsliðinu er Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson sem spáir dramatískum endi í dag. “Dabbi Kóngur setur þrist og skilur 2,4 sekúndur eftir á klukku, 77-74. KR klúðrar lokaskotinu," segir Jón Axel. ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen spáir Þór einnig dramatískum sigri eftir sigurkörfu frá manni leiksins, Ragnari Þór Bragasyni. Fyrirliðar kvennaliðanna.vísir/ernirHaukamaðurinn Emil Barja sér fyrir sér annarskonar dramatík í lokin „Leikurinn á eftir að vera jafn og það verður Helgi Már Magnússon sem setur "buzzer" þrist til að vinna leikinn. Hann á einn "buzzer" inni eftir úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Emil. Marvin Valdimarsson spáir KR sigri þótt að Suðurlandstaugarnar togi vel í hann. „Eins mikið og ég vil að Þórsarar vinni þennan leik og bikarinn fari suður með sjó þá hef ég þá tilfinningu að KR-ingar sigri í nokkuð jöfnum leik. Það verður jafnræði allt fram í lok þriðja leikhluta en þá fara Vesturbæingar að síga fram úr með sínum hraða bolta og sterkri vörn,“ segir Marvin. „KR er með meiri reynslu úr úrslitaleikjum og það á eftir að gera gæfumuninn í þessum leik. Svo held ég líka að þeir séu alveg rosalega hungraðir þar sem þeim hefur mistekist að vinna bikarinn síðustu ár og það á eftir að hjálpa þeim að „mótivera“ sig,“ segir Snæfellingurinn Sigurður Þorvaldsson Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson talar á sömu nótum. „KR tekur þetta í ár með alla sína reyndu leikmenn og stóra hóp. Það mun líka hjálpa þeim í þessum leik að hafa kastað frá sér sigrinum i fyrra,“ segir Valur.Fá fimm af átta atkvæðum Úrslitaleikurinn hjá konunum verður aðeins tvísýnni því fimm af átta spá Snæfelli sigri í leiknum Pálína Gunnlaugsdóttir vann bikarinn með Grindavík í fyrra og hún býst við því að Grindavíkurstelpurnar vinni hann án hennar í ár. „Vörn tekur þennan titil og Petrúnella Skúladóttir á eftir að leiða liðið sitt í sókninni til sigurs annað árið í röð,“ segir Pálína. Liðsfélagi hennar Helena Sverrisdóttir hefur einnig trú á Petrúnellu og Grindavíkurliðinu. Grindavíkurliðið sýndi styrk sinn með því að vinna mjög öflugt lið Hauka í átta liða úrslitum. Hamarskonan Írís Ásgeirsdóttir hefur aftur á móti meiri trú á Snæfelli. „Þetta verður jafn leikur sem mun einkennast af stífum varnarleik hjá báðum liðum, en Snæfell mun hafa betur í lokin,“ segir Íris. Hún telur að Haiden Denise Palmer verði valin best og Valskonan Bergþóra Holton Tómasdóttir er sammála henni með það. Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík og Margrét Kara Sturludóttir úr Stjörnunni spiluðu báðar á sínum tíma með Bryndísi Guðmundsdóttur og þær hafa trú á Bryndísi og liðsfélögum hennar úr Snæfelli. Báðar eru þær líka á því að Bryndís verði valin maður leiksins. Ragna Margrét Brynjarsdóttir spáir einnig Snæfelli sigri en að Gunnhildur Gunnarsdóttir muni eiga stórleik. Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði toppliðs Skallagríms í 1. deildinni hefur meiri trú á Grindavík en Guðrún þekkir það betur en flestar að vinna bikarinn í Höllinni. „Varnarleikurinn hjá báðum liðum á eftir að skipta miklu máli og ef að Grindavík heldur Haiden hjá Snæfell niðri þá eiga þær að taka þetta,“ segir Guðrún sem hefur orðið bikarmeistari fimm sinnum á ferlinum. Leikur Grindavíkur og Snæfells hefst klukkan 14.00 en leikur KR og Þórs byrjar strax á eftir eða klukkan 16.30. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. KR-ingar reyna við þann bikar sem Vesturbæingum hefur gengið hvað verst að klófesta á síðustu árum en á sama tíma ætla Þorlákshafnarbúar að mála Höllin græna og hjálpa Þórsurum að vinna bikarinn í fyrsta úrslitaleik sínum í Höllinni.Ríkjandi bikarmeistaralið Grindavíkur getur orðið fyrsta kvennaliðið í fjórtán ár til að vinna bikarinn tvö ár í röð en til þess að svo verði þurfa Grindavíkurkonur að vinna Íslandsmeistara Snæfells sem eru á eftir sínum fyrsta bikarmeistaratitli.Fá öll atkvæði nema tvö Fréttablaðið fékk leikmenn úr Domino´s deildunum til þess að spá fyrir um úrslitin í bikarúrslitaleikjunum sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag. KR verður bikarmeistari karla en sex af átta leikmönnum Domino´s deildar karla sem tóku þátt í könnun okkar spá KR-sigri á móti Þór í úrslitaleiknum í dag. Þeir tveir sem spá sigri Þórs sjá einnig fyrir sér rosalegar körfur á lokasekúndunum. Annar þeirra sem hefur trú á Þórsliðinu er Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson sem spáir dramatískum endi í dag. “Dabbi Kóngur setur þrist og skilur 2,4 sekúndur eftir á klukku, 77-74. KR klúðrar lokaskotinu," segir Jón Axel. ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen spáir Þór einnig dramatískum sigri eftir sigurkörfu frá manni leiksins, Ragnari Þór Bragasyni. Fyrirliðar kvennaliðanna.vísir/ernirHaukamaðurinn Emil Barja sér fyrir sér annarskonar dramatík í lokin „Leikurinn á eftir að vera jafn og það verður Helgi Már Magnússon sem setur "buzzer" þrist til að vinna leikinn. Hann á einn "buzzer" inni eftir úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Emil. Marvin Valdimarsson spáir KR sigri þótt að Suðurlandstaugarnar togi vel í hann. „Eins mikið og ég vil að Þórsarar vinni þennan leik og bikarinn fari suður með sjó þá hef ég þá tilfinningu að KR-ingar sigri í nokkuð jöfnum leik. Það verður jafnræði allt fram í lok þriðja leikhluta en þá fara Vesturbæingar að síga fram úr með sínum hraða bolta og sterkri vörn,“ segir Marvin. „KR er með meiri reynslu úr úrslitaleikjum og það á eftir að gera gæfumuninn í þessum leik. Svo held ég líka að þeir séu alveg rosalega hungraðir þar sem þeim hefur mistekist að vinna bikarinn síðustu ár og það á eftir að hjálpa þeim að „mótivera“ sig,“ segir Snæfellingurinn Sigurður Þorvaldsson Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson talar á sömu nótum. „KR tekur þetta í ár með alla sína reyndu leikmenn og stóra hóp. Það mun líka hjálpa þeim í þessum leik að hafa kastað frá sér sigrinum i fyrra,“ segir Valur.Fá fimm af átta atkvæðum Úrslitaleikurinn hjá konunum verður aðeins tvísýnni því fimm af átta spá Snæfelli sigri í leiknum Pálína Gunnlaugsdóttir vann bikarinn með Grindavík í fyrra og hún býst við því að Grindavíkurstelpurnar vinni hann án hennar í ár. „Vörn tekur þennan titil og Petrúnella Skúladóttir á eftir að leiða liðið sitt í sókninni til sigurs annað árið í röð,“ segir Pálína. Liðsfélagi hennar Helena Sverrisdóttir hefur einnig trú á Petrúnellu og Grindavíkurliðinu. Grindavíkurliðið sýndi styrk sinn með því að vinna mjög öflugt lið Hauka í átta liða úrslitum. Hamarskonan Írís Ásgeirsdóttir hefur aftur á móti meiri trú á Snæfelli. „Þetta verður jafn leikur sem mun einkennast af stífum varnarleik hjá báðum liðum, en Snæfell mun hafa betur í lokin,“ segir Íris. Hún telur að Haiden Denise Palmer verði valin best og Valskonan Bergþóra Holton Tómasdóttir er sammála henni með það. Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík og Margrét Kara Sturludóttir úr Stjörnunni spiluðu báðar á sínum tíma með Bryndísi Guðmundsdóttur og þær hafa trú á Bryndísi og liðsfélögum hennar úr Snæfelli. Báðar eru þær líka á því að Bryndís verði valin maður leiksins. Ragna Margrét Brynjarsdóttir spáir einnig Snæfelli sigri en að Gunnhildur Gunnarsdóttir muni eiga stórleik. Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði toppliðs Skallagríms í 1. deildinni hefur meiri trú á Grindavík en Guðrún þekkir það betur en flestar að vinna bikarinn í Höllinni. „Varnarleikurinn hjá báðum liðum á eftir að skipta miklu máli og ef að Grindavík heldur Haiden hjá Snæfell niðri þá eiga þær að taka þetta,“ segir Guðrún sem hefur orðið bikarmeistari fimm sinnum á ferlinum. Leikur Grindavíkur og Snæfells hefst klukkan 14.00 en leikur KR og Þórs byrjar strax á eftir eða klukkan 16.30.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum