Aukning ferðamanna hugsanleg skýring á fjölgun útkalla Landhelgisgæslunnar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 13:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi árið 2015. Vísir/Pjetur Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00