Ástin kviknaði í háloftunum og mamma fylgdist með Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 30. desember 2016 13:41 Helgi og Todd njóta lífsins saman en þeir gifta sig í dag Todd Kulczyk Það má með sanni segja að ástin hafi kviknað í háloftunum í tilfelli Helga Steinars Helgasonar og Todd Kulczyk. Sumir bíða í vikur, mánuði og jafnvel ár með að kynna foreldra sína fyrir ástinni. Það var aldrei mögulegt í tilfelli Helga Steinars og Todd sem ganga í hjónaband í dag. Segja má að móðir Helga Steinars hafi verið þriðja hjólið á fyrsta stefnumóti þeirra, í flugvél Icelandair, fyrir tæpum tveimur árum. Ástin er svo sannarlega stórkostlegt fyrirbæri. Hún bætir og kætir og lyftir sálinni upp. Hún er þó ekki auðfundin og margir eyða ævinni í að leita í krókum og kimum að hinni einu sönnu ást. Helgi Steinar Helgason arkitekt fann ástina en hann mun ganga að eiga unnusta sinn Todd Kulczyk í dag. Todd er leikari og leikstjóri að mennt en hefur einnig stundað nám í sálfræði með áherslu á fjölskyldutengsl. Hann er Bandaríkjamaður og ólst upp í Kaliforníu á vesturströndinni.Örlögin tóku völdin Saga Helga og Todd er einstaklega rómantísk og margt ólík þeim íslensku ástarsögum sem eiga upphaf sitt á djamminu eða á kaffihúsum borgarinnar. Hér er um að ræða örlagasögu þar sem rómantíkin blómstrar og hvorki himinn, haf né tímamismunur fá aðskilið. „Ég hef alltaf haft rómantískar hugmyndir um að ég myndi hitta einhvern á bókasafninu þannig að hitta Todd í flugvél var alveg í þeirri categoríu,“ segir Helgi en þeir Todd kynntust í sex tíma flugi með Icelandair frá Reykjavík til Seattle. Helgi lýsir fyrstu kynnum sínum af Todd sem ótrúlegu samspili af heppni og tilviljunum. Hann segist ekki vera örlagatrúar en eftir að hafa upplifað þetta þá verði hann að viðurkenna að ekki sé hægt að neita því að alheimurinn hafi svo sannarlega verið þarna að verki.Tvö auð sæti og áhugaverður sessunauturUpphaf sambandsins má rekja til þess að Helgi ákveður fyrir tveimur árum að bjóða móður sinni í smá frí. Ferðin átti í upphafi að vera borgarferð en nokkrum mánuðum áður breyttust sú plön þar sem Helgi fékk skeyti, í gegnum heimilisskiptasíðu, frá hjónum í Hawaii sem höfðu áhuga á að sækja Ísland heim. Helgi segir að hann hafi ákveðið að slá til og ferðin var plönuð. Þetta voru fyrstu skrefin í átt að ástinni. Daginn fyrir afmælisdag Helga var flogið til Seattle en ferðalagið til Hawaii er langt og strembið. Helgi segir að afar brösulega hafi gengið fyrir hann og móður hans að skrá sig inn og að þau hafi verið langsíðust inn í flugvélina. Todd hafði hins vegar mætt mjög tímalega á flugvöllinn og var meðal fyrstu inn í vélina. Honum brá því brún þegar allt leit út fyrir að hann væri með tvö auð sæti við hliðina á sér í annars fullbókuðu flugi. „Svo rétt áður en það á að loka vélinni, þá strunsum við inn, ég og móðir mín, og hann lítur upp og hugsar að þarna séu sessunautarnir komnir.“ Draumurinn um notalegt og rúmgott flug hvarf eins og dögg fyrir sólu en Todd vissi ekki þarna væri kominn sessunautur sem ætti eftir að breyta lífi hans. Helgi segir að Icelandair hafi því spilað stóra rullu í ástarsambandi þeirra. Helgi og Todd smullu strax saman. „Við dettum strax í eitthvað power trúnó,“ segir Helgi og hlær. Fyrsta stefnumótið, ef það má kalla það, var ekki síður óvenjulegt þar sem móðir Helga sat við hliðina á þeim og fylgdist með fyrstu kynnum.Skellti spólu í tækið og fór svo á deit Eftir flugið skildu leiðir og Helgi segist í raun ekki hafa búist við því að sjá Todd aftur. Þeir skiptust þó á tölvupóstnetföngum og héldu síðan hvor í sína áttina. Helgi til Hawaii og Todd heim til Seattle. Frí Helga með móður sinni var notalegt og fullt af skemmtilegum uppákomum en tók endi eins og allt. Þau ákváðu að stoppa í þrjá daga í Seattle á leiðinni til Íslands og þá opnaðist gluggi til að hitta nýja vininn. Todd hafði samband og hafði mikinn áhuga á að hitta Helga aftur. Þeir áttu því sitt fyrsta formlega stefnumót tveimur vikum eftir að leiðir skildu. „Það var margt að skoða í Seattle og ég beið fram á síðasta dag að hitta hann. Todd hélt jafnvel að ég myndi koma með mömmu á deitið okkar, sem er mjög fyndið. En ég skildi hana bara eftir þar sem við bjuggum, setti spólu í tækið, keypti raunvínsflösku og fór svo bara á deit,“ segir Helgi glaðlega og hlær.Stóran stundin runnin upp Síðan eru liðin tæp tvö ár og Todd og Helgi ætla að ganga í hjónaband í dag. Todd er nýfluttur til landsins og aðspurður segir Helgi að þeir hafi hug á að búa á Íslandi í bili enda langi Todd að nýta menntun sína sem fjölskyldusálfræðingur og aðstoða þannig pör og fjölskyldur sem séu alþjóðlegar og flytja á nýjar slóðir líkt og hann sjálfur er að gera. Margir gestir, íslenskir sem og erlendir, hafa boðað komu sína í brúðkaupið og veisluna og nú liggur fyrir nokkra daga hátíðarhöld enda stutt í gamlárskvöld. Brúðkaupið verður því sannarlega alþjóðlegt og skemmtilegt og margt verður um manninn. Helgi og Todd verða gefnir saman að heiðnum sið og ríkir að vonum mikil eftirvænting fyrir athöfninni hjá erlendu gestunum. Ekki skemmir fyrir að spáð er norðurljósum í kvöld sem og annað kvöld á gamlársdag. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í hjónaband á gamlársdag: Gifta sig á afmælisdegi Sir Alex og brúðgumans Ágústa Gunnarsdóttir og Hermann Úlfarsson ganga í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni kl. 14 á morgun, gamlársdag. Séra Hjálmar Jónsson gefur þau saman og síðan verður fagnað allt þar til nýtt ár gengur í garð. Brúðhjónin hlakka mikið til og undirbúningur hefur staðið sem hæst. 30. desember 2016 10:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Það má með sanni segja að ástin hafi kviknað í háloftunum í tilfelli Helga Steinars Helgasonar og Todd Kulczyk. Sumir bíða í vikur, mánuði og jafnvel ár með að kynna foreldra sína fyrir ástinni. Það var aldrei mögulegt í tilfelli Helga Steinars og Todd sem ganga í hjónaband í dag. Segja má að móðir Helga Steinars hafi verið þriðja hjólið á fyrsta stefnumóti þeirra, í flugvél Icelandair, fyrir tæpum tveimur árum. Ástin er svo sannarlega stórkostlegt fyrirbæri. Hún bætir og kætir og lyftir sálinni upp. Hún er þó ekki auðfundin og margir eyða ævinni í að leita í krókum og kimum að hinni einu sönnu ást. Helgi Steinar Helgason arkitekt fann ástina en hann mun ganga að eiga unnusta sinn Todd Kulczyk í dag. Todd er leikari og leikstjóri að mennt en hefur einnig stundað nám í sálfræði með áherslu á fjölskyldutengsl. Hann er Bandaríkjamaður og ólst upp í Kaliforníu á vesturströndinni.Örlögin tóku völdin Saga Helga og Todd er einstaklega rómantísk og margt ólík þeim íslensku ástarsögum sem eiga upphaf sitt á djamminu eða á kaffihúsum borgarinnar. Hér er um að ræða örlagasögu þar sem rómantíkin blómstrar og hvorki himinn, haf né tímamismunur fá aðskilið. „Ég hef alltaf haft rómantískar hugmyndir um að ég myndi hitta einhvern á bókasafninu þannig að hitta Todd í flugvél var alveg í þeirri categoríu,“ segir Helgi en þeir Todd kynntust í sex tíma flugi með Icelandair frá Reykjavík til Seattle. Helgi lýsir fyrstu kynnum sínum af Todd sem ótrúlegu samspili af heppni og tilviljunum. Hann segist ekki vera örlagatrúar en eftir að hafa upplifað þetta þá verði hann að viðurkenna að ekki sé hægt að neita því að alheimurinn hafi svo sannarlega verið þarna að verki.Tvö auð sæti og áhugaverður sessunauturUpphaf sambandsins má rekja til þess að Helgi ákveður fyrir tveimur árum að bjóða móður sinni í smá frí. Ferðin átti í upphafi að vera borgarferð en nokkrum mánuðum áður breyttust sú plön þar sem Helgi fékk skeyti, í gegnum heimilisskiptasíðu, frá hjónum í Hawaii sem höfðu áhuga á að sækja Ísland heim. Helgi segir að hann hafi ákveðið að slá til og ferðin var plönuð. Þetta voru fyrstu skrefin í átt að ástinni. Daginn fyrir afmælisdag Helga var flogið til Seattle en ferðalagið til Hawaii er langt og strembið. Helgi segir að afar brösulega hafi gengið fyrir hann og móður hans að skrá sig inn og að þau hafi verið langsíðust inn í flugvélina. Todd hafði hins vegar mætt mjög tímalega á flugvöllinn og var meðal fyrstu inn í vélina. Honum brá því brún þegar allt leit út fyrir að hann væri með tvö auð sæti við hliðina á sér í annars fullbókuðu flugi. „Svo rétt áður en það á að loka vélinni, þá strunsum við inn, ég og móðir mín, og hann lítur upp og hugsar að þarna séu sessunautarnir komnir.“ Draumurinn um notalegt og rúmgott flug hvarf eins og dögg fyrir sólu en Todd vissi ekki þarna væri kominn sessunautur sem ætti eftir að breyta lífi hans. Helgi segir að Icelandair hafi því spilað stóra rullu í ástarsambandi þeirra. Helgi og Todd smullu strax saman. „Við dettum strax í eitthvað power trúnó,“ segir Helgi og hlær. Fyrsta stefnumótið, ef það má kalla það, var ekki síður óvenjulegt þar sem móðir Helga sat við hliðina á þeim og fylgdist með fyrstu kynnum.Skellti spólu í tækið og fór svo á deit Eftir flugið skildu leiðir og Helgi segist í raun ekki hafa búist við því að sjá Todd aftur. Þeir skiptust þó á tölvupóstnetföngum og héldu síðan hvor í sína áttina. Helgi til Hawaii og Todd heim til Seattle. Frí Helga með móður sinni var notalegt og fullt af skemmtilegum uppákomum en tók endi eins og allt. Þau ákváðu að stoppa í þrjá daga í Seattle á leiðinni til Íslands og þá opnaðist gluggi til að hitta nýja vininn. Todd hafði samband og hafði mikinn áhuga á að hitta Helga aftur. Þeir áttu því sitt fyrsta formlega stefnumót tveimur vikum eftir að leiðir skildu. „Það var margt að skoða í Seattle og ég beið fram á síðasta dag að hitta hann. Todd hélt jafnvel að ég myndi koma með mömmu á deitið okkar, sem er mjög fyndið. En ég skildi hana bara eftir þar sem við bjuggum, setti spólu í tækið, keypti raunvínsflösku og fór svo bara á deit,“ segir Helgi glaðlega og hlær.Stóran stundin runnin upp Síðan eru liðin tæp tvö ár og Todd og Helgi ætla að ganga í hjónaband í dag. Todd er nýfluttur til landsins og aðspurður segir Helgi að þeir hafi hug á að búa á Íslandi í bili enda langi Todd að nýta menntun sína sem fjölskyldusálfræðingur og aðstoða þannig pör og fjölskyldur sem séu alþjóðlegar og flytja á nýjar slóðir líkt og hann sjálfur er að gera. Margir gestir, íslenskir sem og erlendir, hafa boðað komu sína í brúðkaupið og veisluna og nú liggur fyrir nokkra daga hátíðarhöld enda stutt í gamlárskvöld. Brúðkaupið verður því sannarlega alþjóðlegt og skemmtilegt og margt verður um manninn. Helgi og Todd verða gefnir saman að heiðnum sið og ríkir að vonum mikil eftirvænting fyrir athöfninni hjá erlendu gestunum. Ekki skemmir fyrir að spáð er norðurljósum í kvöld sem og annað kvöld á gamlársdag.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í hjónaband á gamlársdag: Gifta sig á afmælisdegi Sir Alex og brúðgumans Ágústa Gunnarsdóttir og Hermann Úlfarsson ganga í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni kl. 14 á morgun, gamlársdag. Séra Hjálmar Jónsson gefur þau saman og síðan verður fagnað allt þar til nýtt ár gengur í garð. Brúðhjónin hlakka mikið til og undirbúningur hefur staðið sem hæst. 30. desember 2016 10:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í hjónaband á gamlársdag: Gifta sig á afmælisdegi Sir Alex og brúðgumans Ágústa Gunnarsdóttir og Hermann Úlfarsson ganga í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni kl. 14 á morgun, gamlársdag. Séra Hjálmar Jónsson gefur þau saman og síðan verður fagnað allt þar til nýtt ár gengur í garð. Brúðhjónin hlakka mikið til og undirbúningur hefur staðið sem hæst. 30. desember 2016 10:00